Prestafélagsritið - 01.01.1927, Qupperneq 173
Prestafélagsritið.
Ferðaprestsstarfið.
165
Þingeyiarprófastsdæmi, meö Iíku fyrirkomulagi og deild sú, sem þegar
er stofnuð í Múlaprófastsdæmum.
Var því næst stofnuö slík deild fyrir Eyjafjarðar- og Þingeyjar-
prófastsdæmi og kosnir í stjórn hennar: vígslubiskup Qeir Sæmundsson,
prófastur Asmundur Gíslason, séra Stefán Kristinsson.
Fundarmenn fólu henni þegar fyrsta verkefnið, að skrifa kvenfélögum
í Þingeyjar- og Eyjafjarðarprófastsdæmum og beiðast aðstoðar þeirra
til eflingar heimilisguðrækni.
Fundinum lauk að kveldi 22. júlí með sameiginlegri altarisgöngu í
kirkjunni. Geir vígslubiskup tók okkur til altaris. Var það síðasfa kirkju-
athöfnin, sem hann framdi, og mun hann aldrei gleymast okkur þá stund,
né ástúð hans þessa daga. Síðast vorum við á heimili hans, var þar
talað þakkarorðum og kveðjuorðum að skilnaði og ráðgert, að næsti
fundur Prestafélags hins forna Hólastiftis yrði haldinn á Hólum.
Næsta sunnudag, 24. júlí, efndi Rauðakrossfélagið til móts I Vagla-
skógi, og fór formaður þess, Steingrímur læknir Matthíasson, fram á það
við okkur ferðaprestana, að við töluðum þar. Við fórum á vélarbát yfir
Eyjafjörð á sunnudagsmorguninn og fengum svo hesta frá prófastinum á
Hálsi. Veður var fagurt, og þótti okkur unaðsleg sjón að horfa inn
Eyjafjörð í sumarblómanum. í Vaglaskóg safnaðist fjölmenni úr ná-
grenninu og frá Akureyri. Var samkomustaðurinn vel valinn, rétt að
kalla á bakka Fnjóskár. Steingrímur læknir setti samkomuna, og söng-
flokkur söng „Ó, Guð vors lands". Hefir mér aldrei skilist befur, hvern
dýrgrip við eigum þar sem sá sálmur er. Studdi að því söngur í bezta
lagi og dvöl á stöðvum skáldsins á „hinu bjarta Norðurlandi" með syni
þess. Þegar á eftir hófst hádegisguðsþjónusta. Sigurður prófessor pré-
dikaði. Skömmu síðar flutti ég erindi. All-erfitt er stundum að tala á
fjölmennum úti-samkomum, en kirkjan má þó engan veginn láta ónotuð
svo góð tækifæri til að ná til fólksins. Sumstaðar hefjast slíkar sam-
komur að jafnaði með guðsþjónustu, og er þar vafalaust stigið spor f
rétta átt. Fegurst kirkjuhvelfing er himininn sjálfur, og yfir náttúru-
dýrðinni er helgi guðshússins.
Síðasta ferðaprestsstarf okkar var guðsþjónusta á Bægisá og Möðru-
völlum sunnudaginn 31. júli. Ætluðum við í fyrstu að fara ar.nar að
Bægisá og Bakka í Öxnadal, en hinn að Möðruvöllum og Glæsibæ. En
við vorum beðnir að vera heldur báðir saman. Við fórum að Bægisá
•síðari hluta Iaugardagsins og fluttum þar svo hádegisguðsþjónusfu með
sama hætti sem áður jafnan (prédikun og erindi). Kirkjan var alveg full
af fólki. Sálmar voru sungnir eftir séra )ón Þorláksson, og var þessi
guðsþjónustustund hátfðleg. Frá kirkjunni fórum við í bíl að Möðruvöll-
um. Þótti mér það helzt til hröð ferð, því að margir bæir í Hörgárdal eru
merkir sögustaðir og minningarnar setja sinn blæ á alt. Ber þó frá um
Möðruvelli, og hefði ég viljað dvelja þar lengi, hefði þess verið kostur*