Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 175
Prestafélagsritið. M. ].: Kirkjumál á Alþingi 1927.
167
sumum óþarfi að hrapa að þessari sölu einmitt nú, þegar viðbúið er, að
land þetta komist í verð, er gæti orðið margfalt við það sem nú er.
3. Samþykt var að heimila ráðuneytinu að selja prestsetursjörðina
Hest í Ogurþingum. Jörðin er óhentug tii prestseturs og því rétt að
farga henni. En á hinn bóginn er það ilt fordæmi að selja prestseturs-
jarðir, nema í því skyni að fá aðrar hentugri í staðinn. Kom fram breyt-
ingartillaga um það, að andvirðið skyldi geymt og varið til kaupa á
hentugra býli handa prestinum, mest til þess að því væri slegið föstu
með því, að tilgangurinn væri aðeins sá, að skifta. En hún var feld.
4. Tilraun var gerð til þess að fá kjör starfsmanna ríkisins bætt dá-
lítið, og snerti það auðvitað presta jafnt og aðra starfsmenn þess opin-
bera. Eins og reyndar mátti búast við, fengust engar undirtektir hjá
þinginu.
5. Þó að ekki geti talist beinlínis til kirkjumála, má þó geta þess, að
á þessu þingi var lagt niður dócentsembættið í klassiskum fræðum við
háskólann. Hefir dócentinn nálega eingöngu unnið að því, að kenna
guðfræðingum grísku til þess að þeir yrði færir um að lesa Nýja-testa-
mentið á frummálinu.
Frá því er Bjarna heitins Jónssonar frá Vogi misti við frá kenslunni,
hefir henni verið haldið áfram af manni, sem ti! þess var ráðinn gegn
ákveðinni þóknun. Var þessu ráðstafað svo framvegis, að dócents-
embættið var lagt niður, en ráðinn til kenslunnar sami maður, sem henni
hafði gegnt, Kristinn Ármannsson Mentaskólakennari. Fyrir guðfræðinga
kemur það í einn stað niður, hvaða embættisheiti kennarinn ber, úr því
að kenslan fæst.
6. Þá var felt niður fé það, sem veitt var á fjárlögum 1927 til ferða-
prests. Var því við borið, að rétt væri að sjá, hvern árangur þetta bæri.
Stjórnin tók þennan sfyrk ekki upp á fjárlagafrumvarp sitt, og nokkurn
veginn samkomulag sýndist vera um það, að kæfa þetta þarfa mál í fæð-
ingunni, án þess að láta nægilega reynslu fást um það, hvort það gæti
komið að verulegu gagni. Meðal annars mun stjórnin ekki einu sinni
hafa borgað að fullu út styrkinn fil þessarar starfsemi þetfa eina ár, sem
heimild var veitt til þess að greiða hann.