Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 176
Prestafélagsritiö*
PRESTAFÉLAGIÐ.
1. Bókaútgáfa.
„Hundrað hugvekjur til kvöldlestra, eftir íslenzka hennimenn", voru
fullprentaÖar í ágústmánuði í fyrra. Um það Ieyti, sem verið var að
prenta hugvekjusafn þetta, var hér á ferð í Reykjavík finskur guðfræð-
ingur, sem ég hafði áður kynst erlendis. Kom hann með kveðju frá æðstu
mönnum finsku kirkjunnar til kirkju vorrar og sömuleiðis frá prestafélagi
Finnlands til prestafélags vors, og Iét sér umhugað um að kynnast kirkju-
Iífi voru sem bezt, til þess að geta frætt landa sína um ásigkomulag
kirkju vorrar, þegar heim kæmi. Spurði hann um margt og þótti ýmislegt
hér hjá oss æði eftirtektarvert. Mest fanst honum þó um, þegar ég sagði
honum frá hugvekjusafninu og að það yrði gefið út í 3 þúsund eintökum.
Honum fanst óhugsandi, að hægt væri að gefa út samskonar bók á Finn-
landi í tiltölulega jafnmörgum eintökum, því að það myndi jafngilda rúm-
um 100 þúsund eintökum þar í landi. Taldi hann það glæsilegan vott um
guðrækni heimilanna, ef svo mörg eintök af hugvekjubók gætu selst hér
á fáum árum.
Sennilega hafa æðimargir af löndum vorum álitið, að það yrðu mörg
ár, áður en hugvekjur þessar yrðu upp seldar. Kirkjunnar menn litu mis-
jafnt á það. Sumir voru svo bjartsýnir, að þeir töldu upplagið alt of lítið,
en aðrir töldu það aftur á móti alt of stórt. Reynslan ein gat skorið úr
þessu. Nú hefir hún svarað og er ánægjulegt að geta sagt frá því, að
salan hefir gengið svo vel, að hugvekjurnar eru bráðum upp seldar. Er
mér sagt, að bókin hafi í einstaka prestakalli komist inn á hvert einasta
heimili. Er það gleðilegur vottur um vaxandi áhuga á heimilisguðrækni
og hvöt kirkjunnar mönnum til að halda áfram útgáfu nýrra húslestrabóka.
Prestafélagsritið kemur nú til manna í níunda sinni. Er það þegar
orðið vinsælt víða um sveitir og vilja margir lesa það, þótt færri kaupi
en æskilegt væri og veldur eflaust getuleysi margra, þótt verðið, 5 kr. á
árgangi, sé lágt, miðað við stærð ritsins. — Til þess að gera mönnum
auðveldara að eignast ritið hefir stjórn Prestafélagsins sett 7 fyrstu ár-
gangana niður og seljast þeir nú með þessu verði: 1. árgangur á 1 kr.;
2. árgangur á 4 kr. (nær upp seldur); 3.—7. árg. 2 kr. hver. — Séu allir
9 árgangarnir keyptir í einu, kosta þeir aðeins 20 krónur.
Komið hefir til tals að stækka ritið og láta það koma út tvisvar eða
fjórum sinnum á ári, og er rétt að stefna að því, að svo geti orðið.
Þyrfti þá að hækka verðið og safna áskrifendum. Væri gott að heyra
álit sem flestra um þetta.