Prestafélagsritið - 01.01.1927, Side 178
170
S. P. Sívertsen:
Prestafélagsritið.
Sumir munu líta svo á, aÖ hér sé um mál aÖ ræða, sem varöi prest-
ana eina og ltomi engum öðrum við. En þetta er mesti misskilningur.
Því að kjörin efnalegu og aðstæður allar, sem starfsmenn þjóðarinnar
eiga við að búa, hafa áhrif á það, hvernig þeir geta notið sín í starfi
sínu. Séu kjör þau óhæfileg, sem þjóðin býður starfsmönnum sínum, má
segja, að hún taki með annari hendinni það sem gefið er með hinni.
Svo er því farið með prestana. — Þjóðinni þarf að skiljast, að það
borgar sig bezt að hlynna svo að prestum landsins, að þeir geti notið
sín í störfum sínum, en ytri kjörin kreppi ekki að þeim og dragi úr
áhuga þeirra og starfsþoli. Prestar þurfa að geta eignast góðar bækur,
haft sæmileg húsakynni þar sem þeir njóta næðis við störf sín, þegar þeir
eru heima, o. s. frv., og um fram a!t þurfa prestar, sem hafa stóran verka-
hring, að fá tækifæri til að nota krafta sína óskifta í þarfir safnaða sinna.
4. Deildir innan félagsins.
Hugmyndina um deildarstofnanir innan Prestafélagsins fékk ég frá
vini mínum Yrjo Loimaranta, fyrv. kirkjumálaráðherra á Finnlandi. Sagði
hann mér, að deildir væru margar í prestafélagi þeirra og hefði það
reynst mjög vel. Við það ykist samvinna félagsmanna og kraftarnir yrðu
samstiltari og félagið meir félagsskapur þeirra allra. Bar ég þetta fram
á Vallanesfundinum í fyrra og var því ágætlega tekið þar. Qera þurfti
breytingu á félagslögunum í þessa átt, og var hún samþykt á aðalfundi
í vor. Við 7. gr. félagslaganna bætist: „Stofna má deildir innan félagsins
fyrir eitt eða fleiri prófastsdæmi, ef meiri hluti presta þeirra óska þess“.
Eru nú þegar stofnaðar tvær deildir, önnur á Austurlandi, en hin á
Norðurlandi, og er vonandi að fleiri prófastsdæmi feti bráðlega í þeirra
fótspor. Félagsstjórnin hefir fundið sárt til þess að undanförnu, hve lítil
samvinna hefir verið innan félagsins og hve fáir þeir hafa verið, sem
tekið hafa þátt í starfsemi þess. Reynsla vor verður vonandi hin sama
og hinna Norðurlandakirknanna, að deildir innan prestafélaganna auki
samvinnu og samheldni og bróðurhug og efli félagsskapinn og geri hann
hæfari til að ná tilgangi sínum.
5. Fundarhöld.
Þrír aukafundir hafa verið haldnir síðan skýrslan um Prestafélagið
kom út í fyrra. Hinn fyrsti þeirra var haldinn í Vallanesi 4.—7. sept. f
fyrra. Barst formanni Prestafélagsins beiðni um að fundur þessi yrði
haldinn og ósk um, að hann kæmi austur í því skyni. Er sagt frá fundi
þessum í grein séra A. G. um ferðaprestsstarfið, og einnig frá fundunum
í sumar, á Eiðum og Akureyri.
Aðalfundur félagsins var eins og að undanförnu í sambandi við syno-
dus. Var hann haldinn þriðjud. 28. júní í fundarhúsi K. F. U. M. A
fundinum voru 32 félagar. Var þar skýrt frá gerðum og hag félagsins á