Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 184
176
Erlendar bækur.
Prestafélagsritið.
út 31. útgáfa af þeirri bók og hafa alls verið prentuð 95 þús. eintök af
bók þessari. Eg vitna það af eigin reynslu, að bækur Olf. Ricards veita
mikla andlega hjálp, og ég vil óska, að sem flestir verði þeirrar hjálpar
aðnjótandi. Bj. 7-
Eduard Geismar: „Sören Kierkegaard. Livsudvikling og Forfatter-
virksomhed“. I. og II. — G. E. C. Gads Forlag. Köbenhavn 1926. 147
bls. og 149 í stóru 8 bl. broti.
Um þessa bók þarf ekki að fjölyrða. Hún er um svo merkan og
nafnkunnan mann, og æfi hans og starf. Upplag hans og eðlisfar, upp-
eldi hans og æfiviðburðir og áhrif þeirra á hann, Iíf hans og starfsemi
öll, eru hér skýrð af góðum skilningi og hlýrri samúð, og Iýst ljóslega
og vel hinum miklu og góðu áhrifum, sem þessi maður hafði á þjóð
sína, bæði andlega og líkamlega, í samtíð og seinni tíð.
Það sézt ekki, hve dýr þessi bók er; en varla er hún svo dýr, að
ekki margborgaði sig, að kaupa hana og lesa.
K. E. Nielsen: „Tlden og Kristendommen“. — Gyldendalske Bog-
handel. Nordisk Forlag. Köbenhavn 1926. — 230 bls. í stóru 8 bl. broti.
Þetta er stór og merkileg bók í 12 köflum, sem heita: 1. Ráðvendni,
2. Langi Frjádagur, 3. Andi Guðs, 4. Veraldlegar hugsjónir, 5. Kristin-
dómurinn, 6. Söfnuðurinn, 7. Kirkjan, 8. Orð og verk, 9. Þjáningin, 10.
Tími og eilífð, 11. Sannleikurinn og 12. Vegurinn og takmarkið.
Þessar 12 kafla yfirskriftir sýna, hve margt og mikilvægt umtalsefnið
er. En bezt og merkust er bókin þó fyrir þá sök, hve höfundurinn er
„hreinn og beinn“, frumlegur, alvörugefinn, og röksamlega aðfinninga-
samur og leiðbeinandi um öll þessi umtalsefni.
Það er hreint og gott nýjabragð að máli og kenning þessa höfundar,
og öllum gott að lesa og hugleiða orð hans, ekki sízt prestum og öðrum
trúarbragða- og siðgæðiskennendum. Eg vildi mæla hið bezta með bók
þessari.
Jens Thybo: „Kun god er Gud. Anden Del“. O. Lohse. Köbenhavn
1926. 130 bls. í stóru 8 bl. broti.
Bók þessi segir sögur og afrek nafnkunnugs innratrúboðsmanns í
Danmörku, Jesper Nielsens, aðallega í héraðinu Thy. Verður starfsemi
hans til merkilegrar trúarlífsvakningar og siðferðisbetrunar víða, og til
blessunar lýð og landi. Nýtur þessa enn, því að starfsemi þessa manns
tekur yfir síðastl. 40 ár. Sagt er og frá mörgum fleirum mætum mönnum,
prestum og öðrum í Danmörku, sem í sambandi við þennan trúboðsmann
vinna mikið og margt guðsríki til eflingar, og góðar myndir af mörgum
þeirra sýndar. Bókin er vissulega þess verð, að hún sé keypt og lesin,
og mun verða kærkomin sérstakl. kristniboðsvinum.