Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 185
Prestaféiagsritiö. Erlendar bækur. 177
„Det blev Dag paa ny. Fortælling af Axel Beck“. O. Lohse Kh.
1926. 227 bls. í stóru 8 bl. broti. Verð hr. 4.50 d.
Þetta er fjörug og all margþætt skáldsaga um baráttu og sigur í lífinu,
fyrir þrek og hyggindi söguhetjanna. Náttúrlega koma hér til skjalanna
piltur og stúlka, er saman ná um síðir, eftir allskonar örðugleika, svo
að hjá þeim, eins og enda fleirum í sögunni, kemur dagur eftir nótt.
Sagan er vel sögð og gaman að lesa hana.
Gudmund Schiitte: „Odin og Krist. Historisk Fortælling fra Salling-
land“. H. Aschehoug og Co’s Forlag. Köbenhavn 1926.
Söguleg skáldsaga, er sýnir, hversu höf. hugsar sér baráttuna yfir
höfuð milli heiðni og kristni upphaflega í Danmörku, en þó einkum á
Jótlandi og Sjálandi, og Asatrú Dana og Norðurlandabúa smám saman
bera lægra hlut og dvína. Er mjög sennilega frásagt og víða skemtilega.
Má því bók þessi metast yfirleitt fræðandi og skemtandi. Hún er allstór:
198 bls. í stóru 8 bl. broti.
„Hudson Taylor en dristig Mand“ af Marshall Broomhall M. A.
fortalt for Börn. 0. Lohse Köbenhavn 1926.
Bók þessi, sem er að eins 60 bls., er prýðileg frásaga í ágripi um
merkilega æfisögu ágæts ensks manns, sem ungur gerðist kristniboði
Kína um miðja síðastl. öld og andaðist á áttræðisaldri 1905. Varð hann
stofnandi hins mikla og merka trúboðsfélags, er vinnur að kristnun Kín-
verja sem lengst inn um bygðir Kínaveldis. Er hér sögð í stuttu máli
mikil og merkileg saga um framgang þess félagsskapar. En einkum er
haldið á lofti fyrir æskulýð öllum fagurri og þarflegri fyrirmynd í „trú
og dáð og dug“, þoli og þreki til sigurs og frægðar í baráttu og þraufum
fyrir gott málefni, með dygða- og dáðadæmi söguhetjunnar. Þetta er góð
bók, þörf og uppbyggileg.
„Vaegter, hvordan skrider Naffen? De sidste Ting i Profetiens
og Aabenbaringens Lys“, af Kr. Jeppesen. O. Lohse. Kh. 1927.
Höf. leitast við að samræma spádóma og opinberun Heil. ritningar,
og sýna fram á, að hingað til hafi fjöldi spádómanna komið fram, eigi
aðeins samkvæmt kristnisögunni heldur og veraldarsögunni.
Er einkum leitast við að skýra og þýða spádómana um endurkomu
Krists, efsta dóm og endalok veraldar.
Bók þessi, sem er 79 bls., er öll mjög vel Iæsileg og í henni ágætir
kaflar, en margt stórum íhugunarvert. Ó. V.
„Religiösitet og sygelige Sindstilstande. Seks Forelæsninger“
af H. I. Schou Overlæge, Dr. med. — Anden Udgave. G. E. C. Gads
Forlag. Köbenhavn 1924. — 118 bls.
12