Prestafélagsritið - 01.01.1927, Side 186
178
Erlendar bækur.
Piestafélagsritiö,
Þetfa er mjög eftirtektarverð bók, bæði lærdómsrík og skemtilega
rituð. Höfundur hennar er geðveikralæknir, en hefir haldið fyrirlestra
þessa í háskóla Kaupmannahafnar fyrir guðfræðinemendum, og gefur þá
út til Ieiðbeiningar þeim, er sálgæzlu stunda. Hann er heitur trúmaður
og hefir reynslu fyrir mætti trúarinnar til að vernda taugakerfi manna
gegn hinum margvíslegu öflum, er á það herja. Honum er það ljóst, að
meiri samvinna þarf' að verða milli presta og lækna en oft á sér
stað, einkum þegar um taugaveiklað fólk er að ræða. Bókin er full af
góðum bendingum, og ætti hver einasti prestur að eignast hana og lesa
með athygli.
7. P. Bang, Professor, Dr. theol.: „Vækkelse og Omvendelse". —
Det Schönbergske Forlag. Köbenhavn 1926. — 184 bls.
Prófessor Bang hefir áður gefið út tvær bækur um trúarlífssálarfræði;
heitir önnur „Religionspsykologien og Religionen selv“ og kom út 1910,
en hin kom út 1912 og nefnist: „Moderne Religionsdannelse indenfor
Kristenheden". Var ánægja að lesa þær fyrri bækur hans og svo er
einnig um þessa, þóft ýmsir dómar hans séu varhugaverðir og ályktanir
sumar orki fvímælis.
Viðfangsefni þessarar bókar er: 1. De store Vækkelser. 2. Vækkelsen i
Wales. 3. Mængdens Psykologi. 4. Underbevidstheden. 5. Omvendelsen.
6. Vækkelsens Værdi. 7. Religion og Suggestion. 8. Slutning. Er ritið
fróðlegt og vekjandi til umhugsunar, enda efnið þess eðlis, að vert er
fyrir menn að kynna sér það sem bezt. — Bókin kom samtímis út á
dönsku og sænsku og er það ljós vottur þess, að talsvert þykir til þess-
ara rannsókna prófessors Bang koma á Norðurlöndum.
E. Stanley Jones: „Krisfus og Indien (The Chríst of the Indian
Road)“. Oversat af Knud Hee Andersen. Udgivet af det danske Missions-
selskab. Köbenhavn 1926. — 198 bls. Verð kr. 2.50 danskar.
Þetta er ein af þeim bókum, sem erfitt er að leggja frá sér fyr en
búið er að lesa hana alla. Svo skemtilega er hún skrifuð, en jafnframt
full af nytsömum fróðleik. Höfundurinn er kristniboði á Indlandi og lýsir
starfsemi sinni meðal æðri stéttanna og hvernig hann náði til þeirra. Það
var með því að boða Krist sjálfan, en ekki kristindóm í kenningar-
búningi Vesturlanda. Hann segir, að Indverjar hafi gert þá merkilegu
uppgötvun, að „kristindómur" og Jesús sé ekki hið sama, — að þeir
geti aðhylst Jesú, án þess að tileinka sér kenningarkerfi það, sem um
hann hafi myndast á Vesturlöndum. Þessvegna nái kristniboð því aðeins
til þeirra, að þeim sé boðaður Kristur sjálfur, Kristur guðspjallanna,
óhjúpaður kenningakerfi því, er um hann hafi myndast á Vesturlöndum,
og að það að vera kristinn sé í því fólgið, að fylgja Kristi. — Reynslu
sína innibindur höfundur meðal annars í þessum orðum: „Það er Kristur,