Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Page 16

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Page 16
110 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Næsti hópur er frá annari deild, og þar gefur öðruvísi á að líta. Þeir eru illa klæddir, með útslitna skó, enginn þeirra á yfirhöfn, og í vösum sínum bera þeir þær litlu fjárupphæðir, sem þeir hafa nú fengið greiddar úr banka herbúðanna, og í hendinni halda þeir á litlum poka, sem geymir aleigu þeirra. Það er vætusamur, ömurlegur janúar- morgunn, og á fjöllunum hvílir þétt þoka. Skipunarhróp heyrist, og mennirnir hefja göngu sína út í gegnum hliðið, þögulir og þunglyndir. Þeir eru harla ólíkir gáskafulla masandi hópnum, sem kom neðan veginn fyrir fjórum árum síðan. Seinna á deginum kemur varðforing- inn til Monu, nýr fyrirliði, sem hefur umsjón með burtflutningnum, og segir henni raunalega sögu. Fangarnir hafa gengið gegnum Douglas með niðurbeygðu höfði eins og menn, sem ganga til af- tökustaðarins. Þeirra var gætt á bryggj- unni eins og fjárhóps, meðan aðrir far- þegar fóru um borð í klefa sína, og síð- an voru þeir blátt áfram reknir upp land- göngubrúna og inn á útflytjendarúmið. Þegar skipið lagði út úr höfninni, stóðu þeir þar með löngunarfullu augnaráði og störðu til eyjarinnar, sem þeir voru nú að yfirgefa um aldur og æfi. »Þessir mannræflar! Þeir voru vanir að kalla herbúðirnar hérna helvíti! Áður en sex mánuðir eru liðnir, munu þeir vera fúsir til að skríða á fjórum fótum, ef þeir á þann hátt gætu komizt hingað aftur!« »En hvers vegna... hvers vegna eru þeir allir sendir til Þýzkalands?« spyr Mona. »Það er skipun friðarráðstefnunnar, ungfrú! Ekkert land kærir sig um að hýsa óvini sína — í annað sinn — nema ef þær ástæður væru fyrir hendi, sem orsökuðu það, að þeir hefðu samhug með viðkomandi þjóð«. »Og ef þær ástæður finnast?« »Já, ef Þjóðverji á enska konu og; verzlun hér á Englandi.....« »Leyfið þið honum þá að vera hérna?« »Það hugsa ég, ungfrú!« Mona fær hjartslátt og nýrri hugsun. skýtur upp. Ef óskari er þvert um geð að fara til Þýzkalands, hví skyldi hann þá ekki verða hér kyrr og reka búskap- inn á Knockaloe?« Morguninn eftir, þegar þriðji hópur- inn er farinn af stað, leggur hún leið sína til jarðeigandans, sem á Knockaloe, Hún á að greiða afgjald þessa missiris. og svara til endurnýjunar leigusamnings- ins, sem er úti í nóvember. Morguninn er fagur, heiður himinn og' skært sólskin. Snjóklukkurnar eru farn- ar að gægjast upp, og laufin eru farin að gulna. Hún gengur hratt ofan veginn og hugsar um svar jarðeigandans til föð- ur hennar, þegar hann spurði hann fyrir fjórum árum síðan, hvernig færi með jörðina, þegar stríðinu lyki: »Þér skul- uð engar áhyggjur bera fyrir því. Þér hafið lífstíðarábúð á jörðinni, Róbert, —■ þér og börn yðar«. Hún hittir jarðeigandann fyrir dyr- um úti. Hann er spariklæddur, því að hann er nýkomin frá Peel, þar sem hann hefur verið að rækja skyldur sínar sem yfirvald. »Þér eruð sennilega að koma með jarð- arafgjaldið«, segir hann og fylgir henni inn í dagstofuna. Hún telur fram upphæðina í seðlum, og hann gefur henni kvittun. Svo stend- ur hann upp og gengur í áttina til dyr- anna, eins og hann vilji, að hún fari, en hún situr kyrr og segir: »Hvernig er það annars með endur- nýjun leiguskilmálanna, herra jarðeig- andi?« Við tölum ekki um það í dag«, segir jarðeigandinn.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.