Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Side 29

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Side 29
Steindór Steindórsson frá Hlöðum. NYTJAJURTIR. (Framh.)- e. Maís (Zea mais). Þai' sem þæi' korntegundir, sem hingað til eru taldar eru allar upprunnar í gamla heiminum, þá er maísinn amerískur að uppruna. Hann er að útliti allólíkur hin- um korntegundunum, enda fjarskyldur þeim, þótt hann sé sömu ættar. Hann og örfáar aðrar náskyldar plöntur eru sér- stök deild innan grasættarinnar. Maísinn er geysistórvaxin planta, 2,5 metrar á hæð með breiðum, slíðurlöngum blöðum. Blómin eru einkynja og sitja karlblómin efst á stönglinum í púntleitri blómskipun. Kvenblómin sitja aftur í blaðöxlunum neðar á stönglinum í sér- kennilegum, axleitum blómskipunum, er »kylfur« nefnast. í hverri kylfu er ara- grúi blóma, sem sitja í löngum, beinum röðum eftir endilöngum kylfuleggnum, hann er safamikill og kjötkenndur, og eru blómin lítið eitt sokkin niður í stöng- ulholdið. Um kylfuna lykja allstórvaxin hreisturblöð líkt og þéttar reifar. Blómin eru mjög óbrotin af allri gerð. Þau bera geysilanga stíla og fræni, sem vaxa út úr blaðreifunum. Þegar blómin eru út- sprungin sjást þannig skúfar af gulum frænum út úr hverjum kylfutoppi. Maísinn er æfagömul yrkiplanta í Ameríku. Þegar Evrópumenn komu þang- að var ræktun hans mj ög útbreidd meðal Indiána. Höfðu þeir ræktað hann frá ó- Jnunatíð, og enn í dag er maísinn nefnd- ur »indian corn« meðal brezkumælandi þjóða. Þar eð maís finnst nú hvergi villt- ur, vita menn eigi um uppruna hans. En í Mexíkó og Mið-Ameríku vex planta ein honum náskyld, er Euchlaena nefnist. Og svo er skyldleiki þessara tegunda mikill, að þær geta af sér bastarða við víxlfrævun. Hafa fræðimenn getið þess til, að maísinn muni vera kominn af Euc- hlaena eða annari náskyldri tegund við stökkbreytingu. Maísinn fluttist frá Ameríku til Ev- rópu, og er nú allmikið ræktaður um sunnanverða álfuna, einkum í ítalíu og Dónárlöndunum og allt norður á Suður- Þýzkaland, en á Þýzkalandi er hann mest ræktaður til grænfóðurs. Aðal maíslönd- in eru samt Bandaríki Norður-Ameríku; þar er hann ræktaður svo mjög, að hann er þriðja mesta korntegund heimsins. út- Dreiðslusvæði hans er þó ekki mjög stórt, því að hann krefst allmikils hita, og verður naumast ræktaður með nokkrum árangri norðar en á 50° n. br. Árið 1928 nam heimsframleiðslan 110,9 millj. tonna og framleiddu Bandaríkin þar af 65%. önnur merk maíslönd eru Argentína, Sovétríkin og Rúmenía. Enda þótt Bandaríkin framleiði langtum mest allra landa af maís, eru þau samt ekki mesti útflytjandinn. Þar er Argentína hæst á blaði. Langmestur hluti maísframleiðslunnar er notaður til fóðurs, einkum svínafóð- urs. Talið er að hin stórkostlega svína- rækt Bandaríkjanna byggist að mestu leyti á maísræktinni. Bæði kornið og' grasið er notað. Nokkuð er hann og not- aður til manneldis, einkum þar sem hann 16*

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.