Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 42

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 42
136 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ertu búinn að lofa því; nú skal ég segja þér, hversvegna ég bað þig um þetta. Þú þekkir ekki lífið hér, og veizt ekki, hverj- ar hætur eru búnar ungum og óráðnum manni«. »Tom, ég er ekkert barn lengur«, sagði Vilhelm önugur. »Hlustaðu á mig«, hélt karl áfram. »Það er nú í sjötta sinn, sem ég er hér, og ég hef víða komið um dagana og veit ekki hvað ótti er, en þeg- ar ég geng um göturnar í þessum bæ, þá gái ég betur að mér, en þó að ég ætti að stýra skipi á milli tveggja kletta. Ég hef líka ástæðu til þess, því eitt sinn, þegar ég var á gangi hér í borginni með góðum vini mínum, þá var allt í einu snöru kastað um háls honum. Ég sá tvo fanta standa bak við okkur, sem höfðu ætlað mér sömu afdrif, en af því, að ég stökk til hliðar, slapp ég. Ég tók þegar upp hníf, og ætlaði að ráðast á þá, en þá fékk ég svo mikið högg yfir augun, að ég féll um, og mér sortnaði fyrir aug- um. Þegar ég aftur rankaði við mér, sá ég hvar fantarnir köstuðu vini mínum í vatnið og flýttu sér burt. Ég hrópaði um hjálp; lögreglan kom til, en aldrei hafð- ist upp á morðingjunum, og líkið fannst ekki. Svo endaði þetta æfintýri, og í hvert skipti, sem ég kem hér síðan, hef ég augun vel opin«. »Það eru nú mörg ár síðan, Tom, og margt er orðið breytt«. »Já, til hins verra. Það er bara munurinn að nú eru allir varir um sig. Sá, gamli hefði getað sagt þér það, því hann þekk- ir hér vel til. Þess vegna þykir mér lítils um vert þetta leyfi, sem hann hefur gef- ið þér«. »Hann er ef til vill ekki eins kvíðinn og þér«. Getur verið. En ef þú endilega vilt skoða þig um, þá förum við báðir saman í land«. Næsta dag fór Vil- helm í land með Tom, sem hafði fengið leyfi allan seinni part dagsins. Bátsmað- urinn fór einnig með þeim, og hver um sig hafði sína skammbyssu og bátsmað- urinn, sem var ákaflega stór og mikill fyrir sér, bar byssuna þannig, að allir gátu séð hana. Þegar þeir komu heim um kvöldið og skipstjóri sá, að Vilhelm var í för með þeim, leit hann illilega til hans, en sagði ekkert. Næstu daga bað Tom aftur um leyfi til þess að fara í land, en var neitað um það, og eins fór, þegar hann aftur nokkru seinna endurtók bón sína. Vilhelm efndi loforð sitt að fara ekki án hans í land, þó honum þætti leitt. »Hversvegna hangir þú hér?« spurði skipstjóri hann eitt sinn; »ég hugsaði að ungur maður eins og þú mundi hafa löngun, til þess að sjá sig ögn um í ó- kunnu landi«. »Mig langar líka til þess«, svaraði Vilhelm. »Nú hvers vegna ferðu þá ekki í land?« Vilhelm hikaði með svar- ið, því að hann vildi ekki segja frá, hverju hann hefði heitið Tom. »Nú, nú«, endurtók skipstjóri. »Ég’ get ekki gert mig skiljanlegan fyrir neinum, og svo hef ég heyrt, að það væri ekki ó- hult fyrir einn«... Skipstjórinn leit fyr- irlitlega til hans og gekk burt, en sagði um leið: »Hugleysingi«. Vilhelm roðnaði, því þetta orð þótti honum hin mesta svívirðing og honum lá við að skora á skipstjórann að taka það aftur, en hætti þó við það. Þegar hann litlu síðar mætti Tom, bað hann um að meiga vera laus við loforðið. »Hvers- vegna?« spurði karl, sem sá að Vilhelm var mikið niðri fyrir. »Hvað hefur komið fyrir? Leiðist þér virkilega?« Vilhelm sagði honum orðaskipti þeirra skipstjóra. »Ha, ha, ég er fyrir löngu búinn að sjá það, að honum er ekki um það, þegar þú ert hér. En ég leysi þig aldrei af heiti þínu. Ef hann spyr þig aftur, hversvegna þú þorir ekki einn, þá segðu honum hvað okkur hafi farið í milli. Hann mun aldrei fyrirgefa mér það, en aldrei mun hann spyrja mig, af hverju ég hafi tekið þetta heit af þér, og ef hann gerði það, mundi

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.