Tíbrá - 01.01.1893, Side 6

Tíbrá - 01.01.1893, Side 6
2 an í sylluna og tísti svo fagurt, að börnin höfðu mestu skemmtun af að heyra til hans, og þeim fannst, að hann væri leikbróðir sinn; hann var svo glaður og ánægður af því, að guð gaf hon- um daglegt brauð, þó að hann yrði að hafa nokkuð fyrir að afla sjer þess. Svona leið á sumarið. Börnin ljeku sjer glöð og áhyggju- laus. Litli fuglinn var búinn að koma ung- unum sinum á flug, og söng á hverjum degi svo unaðsblítt fyrir þau; það var rjett eins og hann væri að bjóða þeim góðan daginn, þegar þau komu út á morgnana, því að hann tisti þá svo undúr glaðlega, og það var eins og hann byði þeim góða nótt á kvöldin. Þau sögðu mömmu sinni frá fallega, litla fuglinum, og henni þótti lika vænt um hann, af því hann var svo glaður og ánægður yfir lífinu. Nú fór að hausta; öll fallegu blómin i brekkunni voru farin að föina, og höfuð þeirra voru farin að beygjast til jarðárinnar, því sumri var farið að halla, og náttúran þekkir sinn vitjunartima; en samt söng litJi fuglinn þeirra svo fagurt í syllunni uppi yfir þeim. Anna sagði við Jón eitt kvöld: »Heyrist þjcr ekki eins og mjer, að iitli fuglinn tísti eitthvað viðkvæmara í kvöld, en hann er vanur?« »Jú«, sagði Jón, »mjer lieyrist það; hann er líka að bjóða okkur góða nótt«.

x

Tíbrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.