Tíbrá - 01.01.1893, Qupperneq 16
12
um litið uppi i trje, sem var gagnvart honum,
og sá gamlan hrafn sitja þar, og við liliðina á
honum var hreiður, sem líktist lurkahrúgu.
»Þetta er efnilegur drengur«, sagði hrafninn.
»Hann segist ekki vilja ganga í skóla. Þetta
er dáindis fallegur letingi«. Og allir hrafnarnir,
sem voru í grenndinni, fóru að segja krá, krá,
krá, eins og þeir væru að hlæja að Tómasi.
»Hvað er þetta, þú vilt ekkert vinna«, sagði
hrafninn aptur. »Lati drengur, þú ert verri
en fuglarnir. Heldurðu að jeg sje iðjulaus?
Horfðu á hreiðrið mitt; hvernig lízt þjer á
það ?«
»Jeg þori að segja að það er dáfallegt«,
sagði Tómas, »en jeg vildi ekki eiga að búa i
því«.
»Nei, af því að þú ert bara drengur og ekki
eins hygginn og hrafn«, svaraði þessi nýi vinur
hans; og allir hrafnarir sögðu aptur krá, krá,
krá, eins og þeir hugsuðu það sama.
»Veiztu hvers vegna hrafninn er vitrari
en latur drengur?« spurði hrafninn, vjek höfð-
inu til annarar hliðar og horfði niður á Tómas
með sinu tinnusvarta auga?
»Nei«, sagði Tpmas. »Jeg hjelt, að drengir
væru vitrari en hrafnar«.
»Það hjelztu*, sagði hrafninn, »en veiztu
nokkuð um það. Geturðu byggt hús handa
þjer ?«