Tíbrá - 01.01.1893, Side 17

Tíbrá - 01.01.1893, Side 17
13 »Nei«, sagði Tómas, »en þegar jeg verð stór, get jeg það«. »0g hvers vegna geturðu ekki gert það strax?« sagði hrafninn, »og horfði til hinnar hliðarinnar, og leit á Tómas með hinu auganu«. »Af því jeg hef ekki lært það«, svaraði drengurinn. »Hæ, hæ«, sagði hrafninn, »dustaði vængi sína og hoppaði upp. Hann verður að læra að byggja húsið, þessi vitri drengur. Þetta er fallegur drengur; þetta er gáfaður drengur!« Þegar hinir hrafnarnir heyrðu þetta, veifuðu þeir vængjunum líka, og hrópuðu krá, krá, krá, hærra en fyr. »Enginn hefur kennt mjer að byggja liúsið mitt«, sagði hrafninn,' þegar þeir voru aptur orðnir rólegir. »Jeg kunni undir eins að gera það, og sjáðu, hversu fallegt húsið mitt er; jeg kom sjálfur með allar spít- urnar, sem eru í því, jeg flaug með þær i neíinu, og sumar af þeim voru mjög þungar; en jeg hlifi mjer ekki við að vinna. Jeg er ekki líkur lötum dreng«. Og hrafninn hristi höfuðið og leit svo biturlega til Tómasar, að honum fannst, eins og að skólakennarinn horfði á sig, og hann varð liræddur. »En það eru íieiri hlutir til í lieiminum en hús« sagði Tómas. »Jú vissulega« sagði hrafninn, »jeg var ein-

x

Tíbrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.