Tíbrá - 01.01.1893, Side 29

Tíbrá - 01.01.1893, Side 29
25 til sumargjafanna, sem hún mamma þin ætlar að gefa þjer?« »Jú, jeg hlakka mikið til«, sagði drengurinn og hljóp inn. Á meðan þeir feðgar voru úti, hafði húsfreyja verið önnum kafin að búa til sumargjafir handa öllum fjórum börnunum, manni sínum og svo vinnufólkinu, því hver útti að fá sinn skerf. Allt var nú vandlega saman vafið og látið ofan í kistu til næsta dags, og nú fóru allir að hátta. Lengi voru börnin að brjóta heilann um, hvað þau mundu fá i sumargjafir, og forvitnin var svo mikil, að þau gátu ekki sofnað. Loksins fann Eggert litli upp á þvi, að þau skyldu læðast hægt á fætur og vita, hvort þau gætu ekki orðið einhvers visari um þetta mik- ilsverða atriði; þau lijeldu nú ráð sín, og urðu 2 þeirra til að mæla á móti uppástungunni og sögðu, að gleðin yrði stærri, ef gjafirnar kæmu þeim á óvart. En Eggert vildi endilega fá að sjá, hvað sjer vreri ætlað, og þau gátu ekki hamið hann, svo hann fjeklc yngstu systur sína, er Þóra hjet, til að fara með sjer upp á dyralopt, þar sem kistan stóð. Það hittist þá svo vel á, að lykill- inn stóð í skránni, en samt voru þau æði lengi að berjast við að ljúka kistunni upp, þangað til loksins það tókst. Þóra' hjelt uppi lokinu,.

x

Tíbrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.