Tíbrá - 01.01.1893, Side 48
44
þess að nokkur maður veitti honum eptirtekt.
Allt 1 einu grípur apinn ofurlítinn poka úr
farangri mannsins, og klifrar með hann hátt
uppi í reiðann og fer að leysa hann þar í
sundur.
»Hamingjan hjálpi mjer!« hrópaði veslings
maðurinn. »1 þessum poka eru þeir peningar,
sem jeg hefi meðferðis, og sem eru alveg mátu-
legir til ferðarinnar«.
Apinn kærði sig ekkert um kveinstafi hans,
heldur tíndi peningana upp úr pokanum og
kastaði allt af tveimur peningum niður á þil-
farið, en hinum þriðja í sjóinn. Þessu hjelt
liann áfram, þar til hann hafði tæmt pokann.
Veslings maðurinn tíndi örvæntingarfullur upp
þá peninga, sem duttu á þilfarið, það voru tveir
þriðju partar, þriðja partinum hafði apinn kast-
að í sjóinn.
Maðurinn komst þó einhvern veginn áfram.
Þá er hann kom heim aptur, sagði hann kon-
unni sinni frá þessu óhappi. »Guð hjálpi mjer«!
sagði hún. »Jeg fjekk alla þessa peninga fyrir
mjólk, en jeg blandaði hana með vatni til
þriðjunga!«
Alls konar fuglategundir hafast við i þessum
skógum, þar á meðal páfagaukarnir. Þeir eru
klæddir í allavega litt, Ijómanda fjaðraskraut.
Þar eru og suðfuglar, sem taka öllu öðru fram
að fegurð, þó að þeir sjeu minnstu fuglarnir,