Tíbrá - 01.01.1893, Page 48

Tíbrá - 01.01.1893, Page 48
44 þess að nokkur maður veitti honum eptirtekt. Allt 1 einu grípur apinn ofurlítinn poka úr farangri mannsins, og klifrar með hann hátt uppi í reiðann og fer að leysa hann þar í sundur. »Hamingjan hjálpi mjer!« hrópaði veslings maðurinn. »1 þessum poka eru þeir peningar, sem jeg hefi meðferðis, og sem eru alveg mátu- legir til ferðarinnar«. Apinn kærði sig ekkert um kveinstafi hans, heldur tíndi peningana upp úr pokanum og kastaði allt af tveimur peningum niður á þil- farið, en hinum þriðja í sjóinn. Þessu hjelt liann áfram, þar til hann hafði tæmt pokann. Veslings maðurinn tíndi örvæntingarfullur upp þá peninga, sem duttu á þilfarið, það voru tveir þriðju partar, þriðja partinum hafði apinn kast- að í sjóinn. Maðurinn komst þó einhvern veginn áfram. Þá er hann kom heim aptur, sagði hann kon- unni sinni frá þessu óhappi. »Guð hjálpi mjer«! sagði hún. »Jeg fjekk alla þessa peninga fyrir mjólk, en jeg blandaði hana með vatni til þriðjunga!« Alls konar fuglategundir hafast við i þessum skógum, þar á meðal páfagaukarnir. Þeir eru klæddir í allavega litt, Ijómanda fjaðraskraut. Þar eru og suðfuglar, sem taka öllu öðru fram að fegurð, þó að þeir sjeu minnstu fuglarnir,

x

Tíbrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.