Tíbrá - 01.01.1893, Síða 61

Tíbrá - 01.01.1893, Síða 61
57 og vætti fætur og' knje konungsins. Þá stóð- Knútur konungur upp og mælti: »Vita skuluð þjer, allir ibúar jarðarinnar, að máttur manns- ins er lítill, og að enginn er þess verður að bera konungsnafn, nema alvaldur guð, er tií eilífðar stýrir öllu eptir boði sínu bæði á himnf og jörðu«. Þetta nægði til að láta hræsnarana skammast sín. Til þess að sýna guði sínum enn mciri lotningu, tók hann af sjer kórónuna, þá er kom heim, setti hana á líkneski Krists í kirkjunni í Winchester og bar hana aldrei framar. Knútur konungur skrifaði einhverju sinni nokkrum valdsmönnum landsins á þessa leið: »Jeg tilkynni yður hjer með, að jeg hef auð- mjúklega lofað alvöldum guði að breyta ávallt. eins og skyldan býður, og stjórna ríkjum mín- um með guðsótta og rjettlæti og fella rjetta og sanngjarna dóma í öllum málum; hjeðan í frá vil jeg bæta allt það, er jeg ef til vill hef framið rangt og athugunarlaust í æskunni, eða hafi jeg vanrækt að gera það, sem mjer bar að gera. Sakir þess slcipa jeg og segi ráðgjöf- um minum, sem jeg hef falið á hendur að ann- ast málefni ríkisins, að feir alls ekki, hvorki af ótta fyrir mjer, eða til þess að ná hylli heldri manna, megi fremja nokkurn órjett eða leyfa,. heldur láti þeir alla, jafnt háa sem lága, ná rjetti sínum og njóta verndar laganna, sva

x

Tíbrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.