Tíbrá - 01.01.1893, Page 69

Tíbrá - 01.01.1893, Page 69
65 því að í þessu atviki skin greinilega guðs ráðs- ályktun. Þá er þjer þess vegna eruð angur- bitin, börn min, af því að þjer haldið, að þjer sjeuð einmana, þá verið viss um, að þjer eruð aldrei einmana; hin eilífa sístarfandi vera fylgir yður úti og inni, og allavega i kringum yður snýst ótölulegur hjólaskari í hinu dásamlega sköpunarverki eptir fyrirskipuðum lögum. í sjálfu sjer sýnist þetta lítilvægt, af því að það var ekki nema draumur, en liann var þó nógur til þess að hugga Gideon. Það er und- arlegt, en þó satt, að mörg guðsbörn láta hugg- ast af mjög lítilfjörlegum hlutum. Vjer erum allir meira og minna tilflnningarnæmir og látum allopt eins mikið stjórnast af tilfinningum vor- um, eins og af liyggni, og þess vegna hafa smámunirnir opt mikil áhrif á oss. Þegar Róbert Brúce hafði margsinnis verið yflrunninn í orustu, örvænti hann um, að hann mundi nokkru sinni vinna krúnu Skot- lands. Vildi þá svo til, á meðan hann lá i heylopti einu, að hann sá kongúló vera að streitast við að ljúka við vef sinn, þó að hann væri margsinnis búinn að slita hann fyrir henni, og þetta veitti honum nýtt hugrekki. Og ef draumur þessi gat gefið Gideon nýtt hugrekki, þá ætti margt af þvi, sem daglega ber við í ríki náttúrunnar, allt eins að ná tilgangi sínum hjá oss. En það er þó aumkvunarvert, að vjer 5

x

Tíbrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.