Tíbrá - 01.01.1893, Síða 70
66
skulum þurfa þvílíkra smámuna með, þegar vjer
höfum miklu huggunarríkari hluti að styðjast
við. Engill hafði lofað Gideon, að guð skyldi
verða með honum; var honum það ekki nóg?
Hversu opt niðurlægjum vjer ekki sjálfa oss,
þegar vjer festum svo mikla trú á smámuni,
en um guðs hátíðlegu loforð hirðum vjer lítið.
Getum vjer þá æskt oss fullkomnari pant en
Jesú blóð, sem úthellt er fyrir oss.
En tökum oss dæmi Gideons til fyrirmynd-
ar i því, að hann rak óvinina á fiótta. Þegar
þjer hafið fengið huggunarljós, þá fiýtið yður
fram á vígvöllinn, áður en skýin huappa sig
saman og byrgja það. Flýtið yður að uppfylla
skylduverk yðar, áður en viðkvæmnin er horfin
úr hjörtum yðar. Guðs andi gefi yður náð sína
til að breyta þannig.
Gideon heyrði að óvinina dreymdi um sína
eigin ógæfu. Hvilík uppgötvun var það ekki?
Vjer hugsum opt um vald hins illa, og vjer
óttumst, að vjer munum aldrei fá það yfir stigið,
af því oss sýnist það vera svo sterkt og geig-
vænlegt. En gætum betur að, og þá munum
vjer sjá, að vjer virðum það of hátt. Vald hins
illa er ekki eins sterkt og það sýnist vera;
hinir slægvitrustu guðleysingjar og villitrúar-
menn eru þó ekki nema menn, og meira að
segja vondir menn, og þegar öllu er á botninn
hvolft, þá eru þess konar menn þreklitlir.