Tíbrá - 01.01.1893, Side 73

Tíbrá - 01.01.1893, Side 73
69 aldrei verkfæri, og getur aldrei orðið ráðþrota, þegar hann þarf að framkvæma vilja sinn. Hann finnur vopn í arninum, í deigtroginu og í körfu fátæklingsins. Almættið liefir þjóna alstaðar. En vjer þar á móti veitum meðulunum, sem höfð eru, eptirtekt, en gleymum þeim, sem bjó þau til; vjer nemum staðar við frumefnin og reiknum út eðliskrapt þeirra, í stað þess að leita fram fyrir þau að guði, sem út bjó þau og stjórnar þeim. ísraelsmenn eru nú stórum að fækka, og þeir eiga enn þá eptir að fækka; tuttugu þúsund og tvöhundruð hafa gengið úr hlýðnissambandi hins góða málefnis, og þar að auki hafa margir af þeim, sem eptir eru, misst kjarkinn til að berjast hinni góðu baráttu trúarinnar. Látum þá fara, þúsundirnar og hundruðin, því þegar að vjer sjáum, hvað vjer erum orðnir fáliðaðir, þá ráðumst vjer á óvini vora með krapti, sem ekki er eingöngu kraptur sjálfra vor, og þá verða vopn vor skriðljós hins gamla friðarsátt- mála, sem skina skært gegnum vor brotnu moldarker. Og að síðustu, vinir mínir, vil jeg heimfæra ræðuefnið upp á vora innri baráttu. Þjer stynjið undir hinu þunga valdi syndar- innar, sem rikir i hjörtum yðar. Medianítar hafa reist, herbúðir sínar inni í litla dalnum

x

Tíbrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.