Tíbrá - 01.01.1893, Síða 74

Tíbrá - 01.01.1893, Síða 74
70 Esdraelon, sem er hulinn í barmi yðar; þar hafast við ótölulegar syndir og ástríður, sem eins og engisprettur eta upp allan gróður og reka hugrekki og gleði á flótta. Þjer andvarpið undan þessum óboðnu gestum, en getið ekki losazt við þá. Jeg ræð yður til að reyna krapt trúarinnar; yðar eigin tilraunir hafa reynzt gagnslausar. Reynið þá trúna, fyrst þjer hafið reynt allt annað, sem í yðar valdi hefur staðið, og hvorki tár, bænir, heiti, nje sjálfsafneitun hefur megnað að reka óvininn á flótta. Reynið þá byggköku trúarinnar. Trúið á Jesú Krist, í honum fáið þjer frelsi, í honum fáið þjer krapt til að verða guðsbörn! Reynið trúna, og hún mun niðurbrjóta vald syndar og efasemda; prófið opt og iðulega krapt trúarinnar, því að hún er kröptug og verkar alla hluti, sje hún rjett; og vitum að drottinn er máttugur að gera langt fram yfir það, sem vjer biðjum um, eða oss hefur jafnvel dottið í hug að biðja um. Stöndum þá hver og einn með brennandi skriðljós sannleikans í höndum vorum og með lúður friðarlærdómsins við varir vorar, og lát- um oss svo umkringja herflokka hins illa með þessu herópi. Kristur! og hann krossfestur! Yjer vitum ekkert annað til að prjedika meðal mannanna, en dauðann, blóðið, upprisuna,

x

Tíbrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.