Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 7

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 7
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 7 Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra: Sjómannadagurinn 60 ára Ég vil í nafni ríkisstjórn- ar Islands flytja sjómönnum og fjölskyldum þeirra og Fulltrúaráði Sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði kveðjur og árnaðaróskir á þessum merku tímamótum í sögu Sjómannadagsins, sem eru um leið merk tímamót í sögu þjóðarinnar, svo miklu grettistaki sem þessi samtök stéttarfélaga sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði hafa lyft í þágu lands og lýðs. íslenska þjóðin samgleðst með sjómönnum á þessum degi og minnist hverri þakkar- skuld við stöndum í við sjó- mannastéttina, sem á með störfum sínum drjúgan þátt í að leggja þann grunn sem er mestur drifkraftur íslensks efnahagslífs og undirstaða lífskjara almennings. Aðalmarkmið Sjómanna- dagsins hafa frá upphafí verið að minnast þeirra sem látist hafa við sjómennsku og minna á mikilvægi sjómannastéttar- innar fyrir hina íslensku þjóð. Ennfremur að vinna að ör- yggis- og menntamálum sjóntanna. Og iljótlega var sú stefna mörkuð að það skyldi jafnframt vera eitt megin- markmið Sjómannadagsins að byggja heimili fyrir aldraða sjómenn. Þetta eru háleit markmið sem Sjómannadagurinn hefur á undanförnum áratugum unnið að af miklum mynd- arskap. Dvelja nú um sjö hundruð aldraðir í dvalarheimil- um og þjónustuíbúðum á vegum Sjómannadagsins. Margt hefur breyst í íslenskum sjávarútvegi, sem hefur tekið stórstígum framförum á undanförnum árum. Það sem hefur hins vegar ekki breyst, þótt skipin stækki og tækin verði fullkomnari, er það að nýting auðlinda hafsins er undir því komin að dugmiklir menn séu reiðubúnir að helga sig sjómannsstarfinu. Enn er það líka svo að þótt við höfum góðu heilli náð að skjóta fleiri stoðum undir at- vinnulíf okkar á undanförnum árum, að lífskjör okkar allra mótast að miklu leyti af því hvernig til tekst um nýtingu sjávarauðlindanna. Má því enn með sanni segja að enginn Islendingur er án tengsla við sjávarútveginn. íslendingar hafa á undan- förnum árum reynt að nýta eins vel og kostur er við stjórnun fiskveiðanna, þá vís- indaþekkingu sem við höfum á hafinu og lífríki þess og þekkingu á lögmálum hag- fræðinnar og markaðsbúskap- arins. Það hefur skilað meiri árangri í rekstri sjávarútvegs- ins en áður hefur gerst á jafn skömmum tíma og þegar haft áhrif til að bæta lífskjör al- mennings. Sá árangur sem náðst hefur við uppbyggingu og hag- kvæma nýtingu fiskistofnanna kostaði miklar fórnir á nokkrum undanförnum árum þegar grípa varð til harkalegra friðunarráðstafana og þeim ár- angri væri auðvelt að glutra niður ef við létum stundar- hagsmuni leiða okkur í veg- villur. Við verðum því ávallt að kappkosta að auka og styrkja þekkingu okkar á lífríki hafsins, ef við eigum að geta tryggt hámarks afrakstur af auðlindum okkar til langrar framtíðar. Það er líka nauð- synlegur hluti þeirrar bættu umgengni við umhverfið sem verður stöðugt mikilvægari á öllum sviðum og Islending- ar eiga ekki síst mikið undir. Er full ástæða til að óska sjó- mönnum sérstaklega til hamingju með hið nýja og glæsi- lega hafrannsóknaskip, sem Islendingar munu fá afhent á næsta ári og mun stórlega bæta alla aðstöðu til hafrann- sókna. Eg vil að lokum ítreka kveðjur mínar og árnaðaróskir til sjómanna. Megi störf ykkar njóta guðs blessunar, landi og þjóð til farsældar um langa framtíð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.