Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Qupperneq 24

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Qupperneq 24
24 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Fyrstu íbúarnir á Hrafnistu í Hafnarfirði kveðja Hjónin Sigríður Jónsdóttir forstöðukona og Kolbeinn Helgason skrifstofustjóri hafa bæði starfað á Hrafnistu í Hafnarfirði frá upphafi, en láta af störfum á þessu ári. Nú er 21 ár liðið frá því er Hraf'nista í Hafnarflrði tók til starfa. Þar hafa ýmsir einstaklingar starfað frá byr jun eða þar um bil og allt fram til þessa, en engir þó jafn lengi og hjónin Kolbeinn Helgason skrifstofustjóri og Sig- ríður Jónsdóttir forstöðukona. Þau voru fyrstu íbúarnir á Hrafnistu, þar sem þau fluttu inn í húsið í ágúst 1977, eða þrem mánuðum áður en starf- semin hófst. Þau eru nú bæði að láta af störfum eftir langan og farsælan feril, og í tilefni af því tók Sjómannadagsblaðið þau tali. Þau hafa í flestu verið samferða á lífsleiðinni — eru bæði Akureyringar, jafnaldrar og meira að segja fermingarsystkini! Sigríður hefur verið forstöðukona á þremur elliheimilum, alls í 39 ár, en Kolbeinn sem áður segir á Hrafnistu í Hafnarfirði í 21 ár. A 20 ára afmæli Hrafnistu þann 14. nóvember 1997 voru þau bæði sæmd heiðursmerki Sjómannadagsins fyrir störf sín og hafa þau að auki verið gerð að heiðursfélögum Starfsmannafélags Hrafn- istu. Þau hafa orðið áhorfendur að miklum breytingum og að öðrum ólöst- uðum má segja að þau hafi verið ”faðir og móðir” heimilsfólksins í vissum skilningi, því alla tíð hafa þau verið óþreytandi að leysa úr þeim marghátt- aða vanda fólks sem upp kemur á jafn stórum vinnustað. Við byrjum á að biðja Sigríði að segja okkur frá hvernig á því stóð að hún valdi sér þetta verksvið. „Ég er fædd þann 13. nóvember 1928 á Tjörnum í Eyjafirði, en Tjarn- ir voru bújörð föðurforeldra minna,“ segir Sigríður. „Ég var tvíburi, en við systkinin vorum fjögur, tvíburasystir og tveir bræður. Foreldrar okkar voru Jón Jónsson skipstjóri á Akureyri og kona hans Guðbjörg Benediktsdóttir. Á Akureyri bjó ég lengst af, eða þar til við hjónin fluttum suður 1977. Árið 1947, þegar ég var 19 ára gömul, fór ég til náms í Svíþjóð og var þar til 1956. Þá fór ég í Hjúkrun- arskóla íslands og þá í Ljósmæðra- skólann og lauk þaðan námi 1959. Það var þegar ég hafði lokið náminu í Ljómæðraskólanum að ég sá auglýs- ingu í Morgunblaðinu um að það vantaði forstöðukonu að elliheimilinu í Skjaldarvík við Eyjaförð, og ég tók það strax í mig að þangað ætti ég að fara og það varð úr. Þar var ég svo frá vori 1959 til 1963, þegar ég tók við Elliheimili Akureyrar sem þá var al- veg nýtt og var þar uns ég tók við for- stöðukonustarfinu á Hrafnistu í Hafn- arfirði árið 1977. Meðan ég vann á Elliheimili Akureyrar fékk ég náms- leyfi og fór til náms í stjórnun elli- og hjúkrunarheimila í Kongelig Norges Kommunal og Sosialhögskole í Oslo og lauk Þaðan prófi 1976.” Það þætti frumstætt nú „Jú, ég er búin að verða áhorfandi að miklum breytingum í þjónustu elli- heimilanna á ferli mínum. Þegar ég kom fyrst norður í Skjaldarvík voru aðstæður með sinnar tíðar brag: Til dæmis voru ekki dýnur í rúmunum, heldur voru notaðar sængur sem stöðugt varð að snúa og fólkið var iðulega í sex manna stofum, eða þá tvennt í mjög litlum herbergjum. Ég bjó inni á heimilinu og þar sem þarna var ekkert bjöllukerfi kom fólkið bara og bankaði upp á hjá mér, ef eitthvað var að. Kom það í hlut þeirra sem hressastir voru að koma upp til mín og banka. Þetta var því ekki næðis- samt, en á heimilinu voru 98 manns. En eigandinn, Stefán Jónsson, sem reisti Skjaldarvík í minningu móður sinnar bjó uppi í einu húsanna þarna hjá og þaðan var innangengt inn á heimilið. Þyrfti á að halda kom hann til aðstoðar. Þetta þætti því mjög frumstætt nú, en þarna var mjög góð- ur vinnuandi og mér leið vel þarna, þótt víst væri þetta skelfilega erfitt. Oft var ég að því komin að gefast upp og held að fjórum sinnum hafi ég sagt upp. En svo var mér boðið forstöðu- konustarf við hið nýja Elliheimili Ak- ureyrar og það fannst mér of freist- andi til þess að segja nei. Það var eins og annar heimur að koma þangað inn. Þar voru aðeins 40 vistmenn og byggt hafði verið af mikilli framsýni. Síðar var byggt við heimilið svo það rúmaði hundrað manns og enn hefur verið bætt við það síðan. Þarna lfkaði mér vel og ég hafði gott starfsfólk, og mér þótti vænt um þegar tvær af starfs- stúlkum heimilisins fylgdu mér, þegar ég fór suður. Við ætluðum satt að segja ekki að vera nema tvö ár syðra, en það teygðist nú úr því.“ Erfitt að sjá á bak gömlum vinum „Þegar ég kom að Hrafnistu í Hafnarfirði 1977 sá ég enn eitt stökk- ið fram á við. Satt að segja hafði ég
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.