Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Síða 25

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Síða 25
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 25 Sigríður Jónsdóttir forstöðukona og Kolbeinn Helgason skrifstofustjóri: „Oft hugsum við um hvílíkan hqfsjó afminningum og visku þessir einstaklingarfara með með sér. “ ekki látið mig dreyma um að ég ætti eftir að vinna í svona glæsilegu og ný- tískulegu umhverfi. Þarna voru allir í einsmanns herbergjum og hjón í rúm- góðum fbúðum. Enn eru nokkrir af fyrstu vistmönnunum hjá okkur. Lagt hafði verið að okkur að koma suður sem fyrst og áttum við að geta flutt inn í íbúð á Hrafnistu, en vegna verkfalls sjómanna varð töf á að byggingarefni fengist og dróst því úr hömlu að íbúðin yrði tilbúin. Við bjuggum því á þrem stöðum hér syðra til að byrja með: Fyrst vorum við í sumarbústað austur í Grímsnesi, þá stuttan tíma í Ölvusborgum og loks í nokkrar vikur vestur á Reynimel. Þá fluttum við í íbúðina á Hrafnistu, þótt hún væri hvergi nærri fullkláruð, og vorum við Kolbeinn og dætur okkar fyrstu íbúarnir þar. Við fluttum inn í ágúst en starfsemin hófst ekki fyrr en í nóvember. Það var nokkuð eftir- minnilegur tími. Þá komu starfsstúlk- urnar sem þrifu inn til okkar og drukku morgunkaffið hjá okkur, því ekkert eldhús var þá fyrir hendi á heimilinu. Ég bakaði á hverjum degi, svo alltaf var nóg með kaffinu, og þarna áttum við mjög góða morgun- stund um níuleytið. Enn starfa fjórar af þessum fyrstu starfsstúlkum á Hrafnistu. Ég hef verið ákaflega heppin með starfsfólk, en á heimili sem Hrafnistu þarf gott starfsfólk, því þetta er erfitt starf. Svo er heimilisfólkið ákaflega gott, og sakna ég margra sem héðan hafa horfið. Til dæmis finnst mér oft mjög erfitt að sjá gamlar myndir af ýmsum vinum mínum á heimilinu sem eru farnir. Og oft hugsum við til þess hvílíkan hafsjó af minningum og visku þessir einstaklingar fara með með sér, enda er það ekki síst alda- mótafólkið okkar sem verið hefur að kveðja.“ Auðlegð sem endist „Forstöðukonustarfið á Hrafnistu hefur verið mjög gefandi og skemmti- *egt, þótt alltaf séu að vísu tvær hliðar á öllum málum, en á heildina litið hefur þetta verið mjög indælt og ég hef átt góðar húsbændur, sérstaklega minnist ég Péturs Sigurðssonar með mikilli hlýju og virðingu. Einnig Guðmundar Oddssonar, en hann var til fjölda ára gjaldkeri Sjómannadags- ráðs og var mjög traustur maður. Eins mun ég minnast góðs samstarfs og vináttu núverandi formanns Sjó- mannadagsráðs, Guðmundar Hall- varðssonar og hans meðstjórnenda. Jú, víst er ég tekin að hugsa til starfslokanna. Ég varð að vera heima f tvo daga fyrir nokkru og var orðin óþreyjufull að komast niður eftir, og þá sótti sú hugsun á mig hvernig þetta yrði þegar ég hætti að vinna. En eitt- hvað hljótum við að l'inna okkur til dundurs. Annars er það fyrst og fremst þakklæti í garð alls þess góða fólk sem ég hef átt samleið með sem er mér efst í huga þegar ég hugsa til starfslokanna. Það er lífsreynsla að liafa fengið að verða því samferða, bæði þeim öldnu og ungu, svo og hús- bændunum. Það er auðlegð sem ég á eftir að njóta meðan ævin endist.“ Leið aldrei betur — þrátt fyrir „þrældóminn“ „Ég er fæddur að Hrappsstöðum í Glæsibæjarhreppi þann 1. ágúst 1928 og voru foreldrar mínir Helgi Kol- beinsson bóndi á Hrappsstöðum og kona hans Guðrún Jónsdóttir. Glæsi- bæjarhreppur er hluti af Akureyri í dag, svo segja má að ég sé borinn og barnfæddur Akureyringur, enda flutti ég um tveggja ára aldur niður á Akur- eyri.“ segir Kolbeinn. „Þar bjó ég svo og við hjónin síðar fram að fimmtugu, þegar við tluttum suður. Löngum var ég við verslunar- og skrifstofustörf nyrðra, en breytti til um tíma sam- kvæmt fyrirmælum læknis míns, sem vildi að ég færi út að vinna. Fór ég þá á vertíð í frystihúsi í Vestmannaeyjum að vetrinum, en vann á Raufarhöfn á sumrum. Vor og haust var ég svo í togaralöndunarflokknum hjá Útgerð- arfélagi Akureyringa. Á þessu flandri var ég í sex ár og þarf varla að taka fram að heilsan tók miklum framför- um, því þrátt fyrir allan „þrældóm- inn,“ hefur mér aldrei liðið betur en þessi ár. Svo var ég flekaður til að fara að vinna að verslunarstörfum á ný hjá bróður mínum Haraldi sem var þá kaupfélagsstjóri á Akureyri og ílentist þar fram undir fimmtugt."
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.