Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Side 29
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
29
veigamikil eða öllu heldur auðveldari
í dag með öllum þeim tækjum sem
við höfum yfir að ráða, þá er nauð-
synlegt að þekkja grunninn og standa
ekki ráðalaus, þótt tæknin bregðist.
Því er rétt að hafa í huga spakmælið
„að fortíð skal hyggja ef framtíð skal
byggja.“ Ég tel að gildi sögunnar í
þessu glæsilega húsi, sem hýst hefur
þessar menntastofnanir í rúm 50 ár, sé
mikilvægur þáttur í náminu.
En félagsskapurinn og vináttu-
tengslin sem þarna sköpuðust skipta
líka miklu þegar ég minnist skólans.
Við héldum töluvert hópinn sex borð-
félagar í mötuneytinu, ungir menn og
lífsglaðir, sem fórum þó nokkuð á
böll til að skemmta okkur og að sjálf-
sögðu að njóta nálægðar við fallegar
stúlkur. Einhverra hluta vegna þróuð-
ust mál þannig að við fórurn að venja
komur okkar í gamla Kennaraskól-
ann. Þar voru þá dansleikir þar sem
okkur var vel tekið og þar voru ódýr-
ar og góðar skemmtanir. En um vorið
höfðu þrír félagar mínir fundið konu-
efnið sitt í Kennaraskólanum. Enda
þótt ég hafi verið það seinþroska að
mér hlotnaðist ekki að finna mér
konuefni, á þessum tíma, þá líst mér
vel á þetta samstarf og samvinnu
Stýrimanna- og Vélskólans við Kenn-
araháskóla íslands (KHÍ). Enda er
það í samræmi við nýlegt skipulag,
þar sem gert er ráð fyrir sameiginlegri
uppbyggingu þessara skóla. Um þetta
skipulag er sátt, og vonandi kemur
það ekki að sök þótt í áranna rás sé
búið að sneiða talsvert af þeirri glæsi-
legu lóð, sem borgarstjórinn í Reykja-
vík gaf undir sjómannamenntunina á
sínum tíma og eins skilst mér að eitt-
hvað hafi einnig verið klipið af lóð
Kennaraháskólans."
Trúði ekki niínuin eigin eyrum
„Mér fór sem fleirum að ég ætlaði
ekki að trúa mínum eigin eyrum þeg-
ar ég heyrði af þessari svonefndu
„hugmynd" um að flytja skólana úr
hinu virðulega húsi sínu. Gegn þeirri
hugmynd eru svo margar og augljósar
ástæður að það ætti ekki að þurfa að
telja þær upp. Þetta hús heitir „Sjó-
mannaskólinn í Reykjavík“ og það
var byggt til að hýsa þá menntun sem
þar fer fram. Mér sýnist röksemdirnar
fyrir hugmyndinni um að flytja skól-
ana vera hálfgerðar sjónhverfingar, og
eitt er víst — það vottar hvergi fyrir
þeim metnaði sem var fyrir hendi
þegar húsið var reist. Þá vildu menn
sýna og sanna að íslendingar gerðu
myndarlega við sjómannastéttina,
eins og vera ber hjá þjóð sem á allt sitt
undir siglingum og fiskveiðum.
Þessi furðulega hugmynd kom
strax af stað ákaflega miklu uppnámi
og heyrðist jafnvel talað um að skipin
mundu sigla í land til að mótmæla
slíkri uppákomu! Það að ætla að
flytja þessar menntastofnanir sjó-
manna og meðhöndla þær eins og ein-
hverja niðursetninga, verður ekki gert
án þess að til mikilla mótmæla komi.
Það sýndu gamlir nemendur og vel-
unnarar skólanna, sem gengu fram
fyrir skjöldu í vetrarbyrjun og stofn-
uðu Hollvinasamtök Sjómannaskól-
ans.“
Skelegg ávörp og baráttu-
kveðjur
„Það mun hafa verið um mánaða-
mótin október-nóvember að undir-
búningsnefnd vegna stofnunar sam-
takanna tók til starfa. Vann hún ötul-
lega og var stofnfundur haldinn þann
26. nóvember sl. í hátíðarsal Sjó-
mannaskólans. Þar var saman komið
fjölmenni, sem sýndi mikla samstöðu
um að mótmæla þessum hugmyndum.
Þar voru samtökunum sett lög, kosin
5 manna stjóm og fulltrúaráð sem í
sitja 21 maður. Mikill einhugur ríkti á
fundinum og var mönnum talsvert
niðri fyrir. Skelegg ávörp voru flutt
og margar baráttukveðjur bárust. í
greinargerð sem samþykkt var á fund-
inum segir að undir engum kringum-
stæðum megi það gerast að Sjó-
mannaskólanum verði ráðstafað lil
annarrar starfsemi en þar fer nú fram,
nema um það ríki full samstaða. Frá
því er stofnfundurinn var haldinn hef-
ur félögum samtakanna fjölgað jafnt
og þétt og ekki hefur linnt mótmælum
frá stéttarfélögum sjómanna og frá
fólki úr öðrum starfsgreinum. Ég held
að þessi hugmynd eigi sér fáa formæl-
endur.
í stjórn völdust auk mín þeir Guð-
mundur Ibsen varaformaður, Georg
Árnason gjaldkeri, Unnþór Torfason
ritari og Gunnar Freyr Hafsteinsson
meðstjórnandi. Tveir þeir síðast-
nefndu eru fulltrúar nemendafélaga
skólanna. Þann 14. janúar áttum við
fund með menntamálaráðherra sem
gaf sér góðan tíma til að ræða við
okkur. Fannst mér hann taka okkur
vel og sýna þessu máli mikinn áhuga.
Það kom fram í viðræðunum að ráð-
herra kvaðst ekki mundu ganga gegn
vilja manna og það þótti okkur afar
mikilsvert að heyra. Við vonumst líka
til að þetta mál megi ræða og vinna á
rólegu nótunum og höfum reynt að
draga úr mönnum að fylgja því eftir
með hávaða. Fundurinn sýndi að við
höfum meðbyr þar sem ráðherrann er,
og með honum viljum við starfa að
lausn málsins.
Stjórn og fulltrúaráð komu saman
þann 26. janúar, þar sem ráðinu var
greint frá fundinum sem við áttum
með ráðherra. Þar var samþykkt að
bíða niðurstöðu starfsnefndar þeirrar
sem vinnur að skoðun valkosta á hús-
næðismálum skólanna, en áréttað að
flutningur þeirra í Höfðabakka 9 geti
ekki verið ásættanleg lausn. Um leið
var ráðherra þakkaður samstarfsvilji
hans og lýst vonum um farsæla lausn
þessara mála.
Sú niðurstaða sem þróast hefur
með hækkandi sól er að farið er að
vinna í samræmi við samþykkt
„Deiliskipulag fyrir Kennaraháskóla
Islands og Sjómannaskóla íslands“.
Það er skipulag, sem flestir eru sáttir
við. Því tel ég að við hjá Hollvina-
samtökum Sjómannaskólans, getum
þokkalega við unað. Hinsvegar hefur
þessi uppákoma í haust gert það að
verkum að menn eru tortryggnir og
vilja vera á varðbergi.“
Leggja þarf áherslu á stjórn-
unarþáttinn
„Mér fannst að þrátt fyrir að ég hafi
reynt að fylgjast með menntunarmál-
um sjómanna, þá væri ég illa í stakk
búinn til þess að verða við þeirri
beiðni að ég gerðist formaður samtak-
anna. En hvenær eru menn tilbúnir,
það þýðir ekki annað en takast á við
hlutina, einhver verður að sinna þessu
og með jafn breiðan og traustan hóp
að baki, eins og hér er, verðum við að
vera bjartsýn. Það er bæði fróðlegt og