Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 37
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
37
verklega kennslu gleymist oft í tali
þeirra sem lítið eða ekkert þekkja til
sjómannamenntunar og Sjómanna-
skólans. Þá vil ég undirstrika að þörf
er á að koma sem fyrst á fræðslu í
verklegri sjómennsku eins og tíðkast í
öðrum löndum, sem við miðum okkur
við, og fullnægja þar með alþjóða-
kröfum um menntun sjómanna. Allt
er nú til reiðu að hefja slíka kennslu í
Sjómannaskólanum. Og loks minni
ég á að með nýja áfangakerfinu er
ekki vafi á að nemendum hér mun
tjölga mikið, vegna þess hve nárnið
verður þá opnara en nú er.
Sjómannaskólinn þarf talsverðra
viðgerða og endurnýjunar við og síð-
an verður að Ijúka við lóð skólans.
Sums staðar er húsið svo illa farið að
hér verður að hafa vatnsfötur úti urn
allt í regnveðrum. Við höfum árum
saman verið að bíða eftir að fjármagn
fáist til viðgerða. Umræður liðins
vetrar um llutning í annað húsnæði,
sem hefði alls ekki hentað starfsemi
skólanna, finnst mér hafa verið mjög
erfiðar.
Upp úr stendur að Björn Bjarnason
menntamáláráðherra hefur að loknum
fundi með okkur skólameisturum Sjó-
mannaskólans og rektor KHI tekið
ákvörðun um að endurskipulagning
og uppbygging Sjómannaskólahúss-
ins verði hafin sem fyrst. Þetta eru
okkur sem hér störfum og öllum sjó-
mönnum sérstaklega ánægjulegar
fréttir og hefðu þær mátt vera komnar
rnörgum árum fyrr.“
Ómetanlegt að hafa skólana
undir sama þaki
„í sambandi við samnýtingu hús-
næðis og sameiginlega kennslu Vél-
skóla íslands og Stýrimannaskólans í
Reykjavík í almennum greinum sjáv-
arútvegsbrautar er það ótvírætt og
ómetanlegt hagræði að bæði Stýri-
mannaskólinn og Vélskólinn eru und-
ir santa þaki. Þegar áfangakerfi hefur
verið komið á í Stýrimannaskólanum
mun grunnmenntun fyrir báða skól-
ana verða sameiginleg. I Danmörku
ef nú 75% af námi undirstýrimanna
°g undirvélstjóra sameiginlegt. Að-
staða okkar er því til fyrirmyndar að
IT|ati allra sem þekkja til sjómanna-
menntunar. Enn fremur geta skólarnir
Úr turninum er útsýni mikið yfir Flóann og Sundin. „Engum skóla nýtist turn-
inn á Sjómannaskólahúsinu á sama hátt og okkui; “ segir Guðjón Ármann.
(Ljósm.: Sjómdbl. AM)
samnýtt tölvukerfi sín og fleira mætti
minnast á. Með þessu höfurn við for-
skot á margar grannþjóðir okkar.
Engum skóla nýtist turninn hér í
Sjómannaskólanum á sama hátt og
okkur. Þar höfum við sett upp ratsjár-
tæki til þess að sjá út yfir Sundin og
umferðina þar. Þarf ekki annað en að
líta út unt gluggann og athuga hreyf-
ingar skips á siglingu um Sundin til
að sjá með berum augum það sem sést
í radarnum. Þannig venjast menn á að
nota ratsjá sem siglingatæki. Einnig
kennum við meðferð á sextanti í turn-
inum, en sextantinn er enn í fullu gildi
og þess krafist í alþjóðlegum sam-
þykktum (STCW) að við kennum á
hann.
Allt tal um að óþarflega rúmt sé um
starfsemina hér er út í hött. Þó var það
þess vegna að tveimur alls óskyldum
kennslustofnunum var kontið fyrir
hér í húsinu haustið 1996, og hefur
það orðið til þess að við höfum síðan
orðið að fá kennslustofur að láni hjá
Vélskóla Islands. Sannarlega er ég
ekki andvígur þessunt stofnunum,
heldur óska ég þeim alls hins besta.
En leysa hefði þurft húsnæðisntál
þeirra á annan hátt. í Sjómannaskól-
anum eiga fremur heima stofnanir
sem tengjast beint menntun og þörf-