Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 39

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 39
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 39 skipstjórnarmanna í fjarskiptum sé fullnægt, því á næsta ári verður það sett sem skilyrði fyrir því að menn haldi réttindum sínum. Margir skip- stjórar sem sigla erlendum skipum hafa komið heim til íslands til þess að taka þessi námskeið við skólann, þar á meðal einn alla leið frá Chile. Mikill áhugi er á að koma á háseta- fræðslu, en nú er það orðið svo í N- Evrópu að ætlast er til að háseti geti sinnt störfum bæði á dekki og í vél. I Vélskóla íslands er komin upp ágæt aðstaða fyrir smíðar og málmsuðu í vélahúsi skólans, og kostaði sá flutn- ingur á sínum tíma um 30 milljónir króna. Þar sem sú kennsla var áður í ófullnægjandi húsnæði fyrir málm- smíðar og logsuðu í kjallara Sjó- mannaskólans (kafbáti) er nú komin aðstaða til að kenna hefðbundna sjó- vinnu eins og netabætingar, splæs og gagnlega hnúta. í nágrannalöndunum er kunnáttu í þessum faggreinum, ekki síst í notkun ýmissa verkfæra við járnsmíði, málmsuðu, stjórn krana o.fl., krafist af fullgildum háseta á ný- tísku kaupskipum. Síðastliðið haust buðum við upp á námskeið í splæsingum og netabæt- ingum, en þátttaka var ekki jafn góð og við væntum. Ég veit þó fyrir víst að þetta er kennsla sem er mög þörf og því eiga ntenn eftir að átta sig á.“ Með tæknivæddustu skóluin í Reykjavík „Stýrimannaskólinn og Vélskóli íslands eru nteð tæknivæddustu skól- um í Reykjavík, enda verða þeir að rísa undir þeim kröfum sem alþjóð- legar skuldbindingar er við íslending- ar höfum tekist á herðar gera ráð fyr- •r. Sem fullvalda ríki, sem stendur við undirritun alþjóðasamninga og vill Iryggja öryggi sæfarenda, verðum við að ábyrgjast að faggreinarnar séu í lagi og þar má ekki eiga sér stað neitt íúsk. Tækjakennslan er þess vegna sérstaklega mikilvæg og afar urn- tangsmikil. í Stýrimannaskólanum er henni skipt í ratsjárdeild, fiskileitar- °g dýptarmæladeild ásamt sjálfstýr- ■ngu, deild staðsetningartækja (GPS) og áttavita (gíró- og segulkompásar), Deiliskipulag fyrír Kennaraháskóla Islands og Sjómannaskóla íslands sam- þykkt íborgarráði 10. september 1996. A miðri mynd eru tveir hringlaga vatns- tankar Vatnsveitu Reykjavíkur, norðan við Háteigsveg. Austan við tankana er gert ráð fyrir sameiginlegri félagsmiðstöð (hugsuð sem svipuð stofhun og Fé- lagsmiðstöð stúdenta við Hringtorg) og mötuneyti. Vestan við Félagsmiðstöð- ina er torg í sjónrœnum tengslum við aðalinngang að Sjómannaskólanum og KHl. Aðalbygging og sú stœrsta á lóð KHÍ sunnan við Háteigsveg er nýbygg- ing fjrir bókasafn, gagnasmiðju og kennslu, austan við núverandi byggingar KHI. Efst á myndinni er Sjómannaskólinn og til htegri við skólann, beint norð- ur af Félagsmiðstöðinni, er vélahús Vélskóla íslands og sameiginleg bygging fyrir herma (samlíkja) (vélaherma, siglinga- og fiskveiðisamlíki). Þar er áform- uð sérstök hermamiðstöð. Vestast á lóð Sjómannaskólcms, austan við Háteigs- kirkju, er gert ráðfyrir tveimur tveggja hœða húsum fyrir 22 íbúðir nemenda, sem eiga að vera 50-60fermetrar liver íbúð. A 1. hæð nyrðra hússins erfyrir- hugað dagheimili. Arkitektarnir Ormar Þór Guðmundsson og Garðar Guðna- son unnu deiliskipulagið í nánu samstarfi við nefnd sem var skipuð í febrúar 1995. 1 nefndinni voru skólcimeistarar Sjómannaskólans, rektor og fjármála- stjóri Kennaraháskóla Islands og Hákon Torfason deildarstjóri í menntamála- ráðuneytinu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.