Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Side 40

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Side 40
40 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ fjarskiptadeild og tölvudeild. Þetta gefur okkur vísbendingu um umfang- ið. Þá gegna samlíkjar (kallaðir herm- ar í V.I.) afar mikilvægu hlutverki við kennsluna í starfi beggja skólanna. Þetta eru mjög dýr tæki, en um það þýðir ekki að fást, þar sem ekki er tekið mark á sjómannaskóla sem ekki hefur yfir fullkomnum samlíkjum og hermum að ráða. Fyrsta siglingasam- líkinn fékk Stýrimannaskólinn árið 1975 og var hann endurnýjaður 1989. Vil ég geta um að nú hefur verið gerð- ur viðhaldssamningur til sex ára við norskt fyrirtæki, Kongsberg/Nor- control. Er að því mikill ávinningur, en vegna samningsins eigum við í vændum að fá þetta mikilvæga tæki endurnýjað til fullnustu á næsta ári. Með siglingaherminum geta nemend- ur okkar lært að sigla allt umhverfis landið og inn á fimm íslenskar hafnir, auk þess um Ermarsund, Gíbraltar- sund, Færeyjar og Eyrarsund og fleiri siglingaleiðir. Fiskveiðisamlíkinn fengum við 1991. Hann sýnir hvað gerist þegar nót eða trolli er kastað. Við höfum notið aðstoðar starfandi skipstjóra við kennslu á fiskveiðisam- líkinn og hefur til dæmis Guðmundur Jónsson skipstjóri á Venusi aðstoðað okkur dyggilega. Eg hef orðið var við að traust manna erlendis á okkur eykst þegar þeir heyra hvað og hvernig við kenn- um faggreinar, á siglingasamlíki og tæki. Það sýndi sig þegar við Vil- mundur Víðir Sigurðsson kennari og deildarstjóri vorum í Rotterdam á fyrra ári og ég hélt fyrirlestur um nám og kennslufyrirkomulag við Stýri- mannskólann og um kröfur til skip- stjórnarréttinda hér á landi. Eins og ég minntist á tengist skip- stjórnar- og vélstjórnarnámið æ meir og kem ég þá enn að því hve mikil- vægt er að skólarnir séu undir sama þaki. Samvinnan er með miklum ágætum og meðal annars erum við skólameistararnir einhuga um að stefna beri að því að bjóða hér upp á tæknistúdentspróf. Hyggjumsl við gera tillögu þar um og er það eitt af okkar samstarfsverkefnum, en sam- kvæmt framhaldsskólalögum mega skólar á framhaldsskólastigi gera til- lögur um viðbótarnám svo menn eigi kost á námi á háskólastigi. Það hyggj- umst við nýta okkur.“ Hús tileinkað sjómönnum „Einstaklega fátæklegar fjárveit- ingar til viðhalds Sjómannaskóla- hússins og lóðarinnar, sem ekki er lokið 52 árum eftir að flutt var í hús- ið, eru alveg í öfugu hlutfalli við framlag íslenskra sjómanna. Þetta er auðvitað furðulegt í landi sem hefur fram á þennan dag fyrst og fremst lif- að á því sem úr sjónum kemur. Hins vegar leiðir þetta hugann að þeirri einstöku ræktarsemi sem gamlir nem- endur okkar hafa sýnt skóla sínum. Arlega hafa þeir fjölmennt á skólaslit- in og fært okkur dýrar gjafir. A hund- rað áraafmælinu 1991 gaf L.Í.Ú. okk- ur 8 milljónir króna til kaupa á fisk- veiðisamlíkinum. En hvað eftirminni- legast var þó hvernig staðið var að stofnun Hollvinasamtaka Sjómanna- skóla íslands 29. nóvember sl., þegar flutningurinn kom til tals sl. haust. Skörulegur málflutningur forvígis- manna þeirra og stuðningsyfirlýsing- ar hvaðanæva að yljuðu okkur sem hér störfum um hjartarætur. Menn sögðu „þetta er okkar hús,“ og vöktu athygli allrar þjóðarinnar á hvað um var að vera. Því vil ég enda þetta spjall á því að færa Hollvinasamtök- um Sjómannaskólans bestu þakkir fyrir liðveisluna. Við erum ánægðir hér og viljum að húsið sé nýtt í sam- ræmi við tilgang og hugsjónir þeirra sem stóðu að byggingu þess. I góðri samvinnu við nágranna okkar í KHI og Þóri Olafsson rektor KHÍ lítum við björtum augum fram á veginn og álítum að Björn Bjarnason menntamálaráðherra hafi réttilega tekið af skarið um að Stýrimannskól- inn í Reykjavík og Vélskóli íslands verði hér eftir sem hingað til í Sjó- mannaskóla íslands. Við treystum því og væri annað enda ekki við hæfi.“ AM Jiafnarfjarðarbœr sendir ölLum íslensluim sjómönnum árnaðarósíúr á hátíðisdegi þeirra
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.