Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Síða 40
40
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
fjarskiptadeild og tölvudeild. Þetta
gefur okkur vísbendingu um umfang-
ið.
Þá gegna samlíkjar (kallaðir herm-
ar í V.I.) afar mikilvægu hlutverki við
kennsluna í starfi beggja skólanna.
Þetta eru mjög dýr tæki, en um það
þýðir ekki að fást, þar sem ekki er
tekið mark á sjómannaskóla sem ekki
hefur yfir fullkomnum samlíkjum og
hermum að ráða. Fyrsta siglingasam-
líkinn fékk Stýrimannaskólinn árið
1975 og var hann endurnýjaður 1989.
Vil ég geta um að nú hefur verið gerð-
ur viðhaldssamningur til sex ára við
norskt fyrirtæki, Kongsberg/Nor-
control. Er að því mikill ávinningur,
en vegna samningsins eigum við í
vændum að fá þetta mikilvæga tæki
endurnýjað til fullnustu á næsta ári.
Með siglingaherminum geta nemend-
ur okkar lært að sigla allt umhverfis
landið og inn á fimm íslenskar hafnir,
auk þess um Ermarsund, Gíbraltar-
sund, Færeyjar og Eyrarsund og fleiri
siglingaleiðir. Fiskveiðisamlíkinn
fengum við 1991. Hann sýnir hvað
gerist þegar nót eða trolli er kastað.
Við höfum notið aðstoðar starfandi
skipstjóra við kennslu á fiskveiðisam-
líkinn og hefur til dæmis Guðmundur
Jónsson skipstjóri á Venusi aðstoðað
okkur dyggilega.
Eg hef orðið var við að traust
manna erlendis á okkur eykst þegar
þeir heyra hvað og hvernig við kenn-
um faggreinar, á siglingasamlíki og
tæki. Það sýndi sig þegar við Vil-
mundur Víðir Sigurðsson kennari og
deildarstjóri vorum í Rotterdam á
fyrra ári og ég hélt fyrirlestur um nám
og kennslufyrirkomulag við Stýri-
mannskólann og um kröfur til skip-
stjórnarréttinda hér á landi.
Eins og ég minntist á tengist skip-
stjórnar- og vélstjórnarnámið æ meir
og kem ég þá enn að því hve mikil-
vægt er að skólarnir séu undir sama
þaki. Samvinnan er með miklum
ágætum og meðal annars erum við
skólameistararnir einhuga um að
stefna beri að því að bjóða hér upp á
tæknistúdentspróf. Hyggjumsl við
gera tillögu þar um og er það eitt af
okkar samstarfsverkefnum, en sam-
kvæmt framhaldsskólalögum mega
skólar á framhaldsskólastigi gera til-
lögur um viðbótarnám svo menn eigi
kost á námi á háskólastigi. Það hyggj-
umst við nýta okkur.“
Hús tileinkað sjómönnum
„Einstaklega fátæklegar fjárveit-
ingar til viðhalds Sjómannaskóla-
hússins og lóðarinnar, sem ekki er
lokið 52 árum eftir að flutt var í hús-
ið, eru alveg í öfugu hlutfalli við
framlag íslenskra sjómanna. Þetta er
auðvitað furðulegt í landi sem hefur
fram á þennan dag fyrst og fremst lif-
að á því sem úr sjónum kemur. Hins
vegar leiðir þetta hugann að þeirri
einstöku ræktarsemi sem gamlir nem-
endur okkar hafa sýnt skóla sínum.
Arlega hafa þeir fjölmennt á skólaslit-
in og fært okkur dýrar gjafir. A hund-
rað áraafmælinu 1991 gaf L.Í.Ú. okk-
ur 8 milljónir króna til kaupa á fisk-
veiðisamlíkinum. En hvað eftirminni-
legast var þó hvernig staðið var að
stofnun Hollvinasamtaka Sjómanna-
skóla íslands 29. nóvember sl., þegar
flutningurinn kom til tals sl. haust.
Skörulegur málflutningur forvígis-
manna þeirra og stuðningsyfirlýsing-
ar hvaðanæva að yljuðu okkur sem
hér störfum um hjartarætur. Menn
sögðu „þetta er okkar hús,“ og vöktu
athygli allrar þjóðarinnar á hvað um
var að vera. Því vil ég enda þetta
spjall á því að færa Hollvinasamtök-
um Sjómannaskólans bestu þakkir
fyrir liðveisluna. Við erum ánægðir
hér og viljum að húsið sé nýtt í sam-
ræmi við tilgang og hugsjónir þeirra
sem stóðu að byggingu þess.
I góðri samvinnu við nágranna
okkar í KHI og Þóri Olafsson rektor
KHÍ lítum við björtum augum fram á
veginn og álítum að Björn Bjarnason
menntamálaráðherra hafi réttilega
tekið af skarið um að Stýrimannskól-
inn í Reykjavík og Vélskóli íslands
verði hér eftir sem hingað til í Sjó-
mannaskóla íslands. Við treystum því
og væri annað enda ekki við hæfi.“
AM
Jiafnarfjarðarbœr sendir ölLum
íslensluim sjómönnum
árnaðarósíúr á hátíðisdegi þeirra