Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Qupperneq 58
58
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
„Mennirnir í neðri kojunum
flutu út úr þeimu
Rætt við Gunnar Auðunsson togaraskipstjóra
í Sjómannadagsblaðinu á fyrra
ári áttum við spjall við Þorstein
Auðunsson skipstjóra — einn
„Auðunsbræðranna“ fimm sem all-
ir urðu togaraskipstjórar, eins og
þjóð er kunnugt. Við ákváðum að
leita enn á sömu mið og föluðumst
eftir viðtali við bróður Þorsteins,
Gunnar Auðunsson, en hann er
næstur Þorsteini að aldri í bræðra-
röðinni, aðeins ári yngri. Og Gunn-
ar hefur átt langan og farsælan
skipstjórnarferil eins og bræður
hans allir og hefur frá mörgu að
segja. Fimmtán ára hóf hann sjó-
mennsku sína og lauk henni ekki
fyrr en er hann varð sjötugur fyrir
sex árum. Hann man vissulega tím-
ana tvenna, þar sem hann var einn
þeirra sem kynntust náið lífinu á
gömlu togurunum — og varð fyrst
sjálfur yfirmaður á togara þegar
hann sem annar stýrimaður sótti
fyrsta nýsköpunartogarann, Ingólf
Arnarson, til Englands 1947. Fyrir
honum átti svo að liggja að Ijúka
togaraskipstjóraferlinum á skut-
togara. Þar sá hann enn nýja tíma í
veiðitækni ganga í garð. Hann býr
nú að Vallarbraut 8 á Seltjarnar-
nesi ásamt Gróu Eyjólfsdóttur
konu sinni.
„Ég er fæddur á Minni Vatnsleysu
á Vatnsleysuströnd þann 8. júní 1921.
Foreldrar mínir voru þau Auðunn Sæ-
mundsson ættaður úr Njarðvfkum og
Vilhelmína Sigríður Þorsteinsdóttir af
Húsafellsætt. Við vorum tólf systkin-
in sem upp komumst — eitt lést í
frumbernsku — sjö bræður og fimm
systur og er ég sá þriðji í röð okkar
bræðra,“ segir Gunnar Auðunsson.
Æskuárin þarna voru skemmtilegur
tími eins og vænta má þegar barna-
hópurinn var svo stór, og einnig voru
margir krakkar á grannbæjunum, eins
og á Stóru Vatnsleysu, sem var næst
okkur. Skólaganga okkar var ekki
mikil. Þarna á Ströndinni var lítið
skólahús ætlað bæjunum fyrir innan
„Heiði,“ þ.e. Strandarheiði innan við
Kálfatjörn. Þar gekk ég í skóla og alls
held ég að ég hafi verið tíu mánuði í
barnaskóla á aldrinum tíu til þrettán
ára. Nokkur uppbót má segja að það
hafi verið að á Vatnsleysuströndinni
“Auðunsbrœðurnir” fimm ásamt Auðuni föður sínum, sem hér situr fremst til hœgri við hlið Friðriks Ólafssonar skóla-
meistara Stýrimannaskólans. Bræðurnir eru talið frá vinstri: Gísli, Þorsteinn, Auðunn, Sæmundur og Gunnar. (Ljós-
myndastofa Sigurðar Guðmundssonar).