Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Side 64

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Side 64
64 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Jóhann Jónsson elti hvítliða eftir Pósthús- stræti. Jón Bacli, sendimaður sjómanna til !TF. Jón Bjarnason var sett ur á svartan lista út gerðarmanna. einstaka raddir sem létu annað í ljós. Blöð þau sem studdu málstað útvegs- manna í deilu þeirra við sjómenn hófu svæsin skrif gegn Jóni Bach. Brigsl- uðu honum um landráð og báðu for- vígismenn alþýðusamtaka aldrei þríf- ast. Svo langt gekk að jafnvel Menntaskólinn eða nemendur hans blönduðu sér í deiluna. Bjarni Bene- diktsson síðar ráðherra hélt sína fyrstu stjórnmálaræðu á fundi Framtíðarinn- ar, félags nemenda. Bjarni kvaðsl vilja drepa á framkomu alþýðuilokks- manna. Jón Baldvinsson greiddi at- kvæði með hverri íjárveitingu, hve vitlaus sem hún væri, og kæmi þannig landinu „á hausinn“, hefði viljað koma öllu í uppnám, til þess að koma af stað byltingu. Kvað hann sendiför Jóns Bach til Englands hafa verið gerða til þess að eyðileggja saltfisks- og ísfisksmarkað og væri hún full- komlega vítaverð, þó ekki varðaði við lög. Skrásetjari fundargerðar og sögu Menntaskólans bætir við frásögnina: „Jón fór til Englands til þess að semja um inngöngu Sjómannafélags Reykjavfkur í alþjóðasamband sjó- manna.“ (Heimir Þorleifsson: Saga Reykjavíkurskóla). Við frásögn þessa má bæta því að alltaf gengur keflið hönd úr hendi í þjóðarsögunni. Jón Baldvin Hanni- balsson var heitinn nafni Jóns Bald- vinssonar, svo þangað má væntanlega rekja „byltingarstarfsemi“ og stjórn- málastarf hans, að „koma öllu í upp- nám“ og „eyðileggja saltfisk- og ís- fisksmarkað“. í afmælisriti Sjómannafélags Reykjavíkur: Tíu ára starfssögu, er birt frásögn um gang deilunnar og sögð saga erlendra samskipta: „Þegar kaupdeilan stóð yfir, sum- arið 1923, var sjómönnum hin mesta nauðsyn að leita trausts hjá stéttar- bræðrum sínum erlendis. Það þótti þá sýnt að Norðurlandasambandið mundi ekki geta veitt mikið lið. Var því það ráð tekið að snúa sér lil Bret- lands. Var samþykkt á fjelagsfundi seint í ágúst, að senda mann utan með þeim erindum. Til fararinnar var kjör- inn Jón Bach. Tók hann sjer fari með gufuskipinu Islandi 30. ágúsl 1923 og var förinni hcitið til Leith í fyrsta áfanga. Þegar þangað kom, brá svo undarlega við, að Jóni var bönnuð landganga, en þá hafði um langt skeið ferðamönnum verið frjáls landganga um allt Bretland. Þótti það ekki ein- leikið að bresk yfirvöld skyldu gefa svo mikinn gaum að ferðum Jóns, ef ekki hefði þeim komið vísbending nokkur hjeðan af landi, ekki vinveitt sjómönnum. En hvað sem um það var, þá Ijetu bresku yfirvöldin hafa hendur á Jóni og gera nákvæma leit í farangri hans og á honum sjálfum. Upp úr þessu hafðist þó ekki annað en brjef, eða yfirlýsing, frá Sjómanna- fjelagi Reykjavíkur um að það óskaði að komast í samband við breska hafn- arverkamenn, og að Jón væri um- boðsmaður þess í þeim erindum. Þetta var þó látið nægja til þess að hafa Jón í haldi á skipinu, meðan það stóð við í Leith. Þegar skipið fór frá Leith á leið til Kaupmannahafnar, sendi Jón Sjómannafjelaginu loftskeyti um það, hvar komið væri máli. Fjelagið sneri sér þegar til forsætisráðherra hjer og skoraði á hann að gangast fyrir því að Jóni yrði veitt landgönguleyfi í Bret- landi. Jón fór nú með „íslandi“ til Kaupmannahafnar, og var tekið þar vel af dönskum sjómönnum, sem gerðu alll er þeir máttu til að greiða götu hans. Frá Khöfn skrifaði Jón Fjelagi hafnarverkamanna í Englandi og gerði þeim grein fyrir máli þessu. Jón hafði einnig stöðugt samband við Sjómannafjelagið hjer. Var það afráð- ið að hann skyldi fara til Hollands og beiðast upptöku fyrir Sjómanna- fjelagið í Alþjóðasamband flutninga- manna í Amsterdam. Jóni var vel tek- ið í Amsterdam, og erindislok urðu þau að Sjómannafjelagið var tekið í Alþjóðasambandið og skyldi það telj- ast meðlimur þess frá l.júlí 1923. Jón kom við í Leith á leiðinni heim. En fékk ekki landgönguleyfi þá heldur. Hjer heima gerðu andstæðingar sjó- manna veður mikið út af för Jóns og töldu hana landráðatiltæki. En allt það landráðaskraf hljóðnaði skyndilega, eftir að gengnar voru um garð alþing- iskosningar, sem fóru fram um vetur- nætur eftir þetta. Ráðstafanir sem gerðar voru og gera mátti af hálfu Alþjóðasambands- ins, til liðsinnis íslenskum sjómönn- um, urðu svo seint tilbúnar, að þær gátu ekki komið að haldi — í það skiftið." Þegar greinarhöfundur sá er þessar línur ritar var á ferð í Bretlandi árið 1993 var leitað til aðalstöðva ITF, al- þjóðasambands þess, sem Jóni Bach var ætlað að hafa samband við, svo sem fyrr var greint. Ætlunin var að leita upplýsinga um erindi Jóns Bach og hvers konar úrlausn hann hefði fengið. Með góðviljaðri aðstoð starfs- manna tókst að að afla gagna er sýndu með hvaða hætti erlend verkalýðs- samtök brugðust við beiðni reyk- vískra sjómanna um aðstoð. í gögnum ITF er skráð frásögn um þátt sambandsins og félaga er því tengdust. Jón Bach hélt áfram för sinni með Islandinu, skipi Sameinaða.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.