Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 65
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
65
í Kaupmannahöfn gekk hann á fund
sjómannasamtaka og einnig mun fé-
lag slökkviliðsmanna hafa veitt hon-
um aðstoð, en með hjálp þessara
dönsku félaga komst hann til
Hollands. Stjórn ITF boðaði til fund-
ar um mál Sjómannafélags Reykja-
víkur. Sendi skeyti til sambandsfélaga
og fór þess á leit að þau hindruðu af-
greiðslu íslenskra togara, sem mann-
aðir væru verkfallsbrjótum. Ennfrem-
ur sneri ITF sér til þingmanns kjör-
dæmis þess er hafnarborgin Leith
taldist til. Var hann beðinn að bera
fram fyrirspurn á breska þinginu
(Parliament) og óska vitneskju um
hver hefði borið ábyrgð á því að Jóni
Bach, fulltrúa Sjómannafélagsins, var
rneinuð landganga í Bretlandi. Þing-
maðurinn var aðlaður seinna,
Shinewell lávarður orkumálaráðherra
Bretlands.
Til þess kom þó eigi að fyrirspurn-
in væri borin fram. Rétt í sama mund
kom skeyti frá Sjómannafélagi
Reykjavíkur um að samningar hefðu
tekist við útgerðarmenn.
í september 1998 eru 75 ár liðin frá
inngöngu íslenskra sjómanna í fyrr-
greind alþjóðasamtök. Fulltmar sjó-
manna, sem nú sitja alþjóðlegar ráð-
stefnur á vegum samtaka sinna, mega
gjarnan minnast þess að leiðin var
ekki greið fyrir frumherja samtak-
anna.
Jón Bjarnason, sá sem fyrr var
nefndur, einn hinn vaskasti í forystu-
sveit sjómanna, var t.d. settur á svart-
an lista hjá útgerðarmönnum fyrir þátl
sinn í barátlu sjómanna. Hann varð að
höfða mál lil þess að sækja laun sín
sem lifrarbræðslumaður, en hásetar
kusu hann til þeirrar virðingarstöðu.
Jón vann mál sitt lyrir báðum dóm-
stigum, undirrétti og Hæstarétti.
Fyrir nokkru sneri ég mér til dr.
Bjarna Jónssonar fv. yfirlæknis og
innti hann úlits á kjaradeilu sjómanna
og þætti föður hans, Jóns Bjarnasonar.
Dr. Bjarni sagði m.a.: „Eg trúi að
þetta verkfall hafi skipt sköpum fyrir
verkafólk í landinu. Þá voru verkföll
með öðrum hætti en nú, nær því að
vera borgarastyrjöld. Þá var margur
vanginn þunnur í Reykjavík og sjáll'-
sagt víðar, og þegar svo var saumað
að þeim, að þeir fóru í stríð, þá var
það í alvöru.“
Sjómenn fjölmenna til varnarbaráttu. Togarar Sleipnis hf við bryggju. Vatns-
bátur Reykjavíkurhafnar við skipshlið.
Emanuel Shinwell tók að sér að beraframfyrirspurn í breska þinginu íseptem-
ber 1923. „Hvers vegna varJóni Bach ekki leyfð landganga í Leith ? “ Shinwell
stendur hér í aftari röð við hlið konu sinnar. Hann er berhöfðaður. ífremri röð
situr Ramsey MacDonald er um skeið var forsœtisráðherra Verkamannaflokks-
ins. Hann féll seinna í þingkosningum fyrir Shinwell. Myndin er tekin í júní-
mánuði 1923.