Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 73

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 73
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 73 semi. Á allra heilagra messu, hinn 1. nóvember, hefur hann undanfarin ár við hátíðlega athöfn í Gamla kirkju- garðinum, lagt krans frá frönsku þjóð- inni á leiði þessara sjómanna, sem hlutu hér fyrir löngu síðan gröf svo fjarri ættjörð sinni. Sendiherrann hef- ur einnig ferðast um landið og heim- sótt grafreiti franskra sjómanna. Minnisvarðinn er hár og glæsilegur grágrýtissteinn, reistur af ríkisstjórn Islands árið 1953, gerður af bræðrun- um Ársæli og Knúti R. Magnússon- um, er ráku ásamt föður sínum Steinsmiðju Magnúsar Geirs Guðna- sonar. Þar stendur á íslensku og frön- sku setning sem átti við svo marga. Setningin er úr víðfrægri bók Pierre Lotis um íslandssjómanninn (Pécheur d'Islande), sem út kom á íslensku árið 1930 í þýðingu Páls Sveinssonar menntaskólakennara og hann nefndi „Á íslandsmiðum“. Pierre Loti var einn frægasti rithöfundur Frakka á 19. öld, upphaflega sjóliðsforingi í frans- ka flotanum og sigldi með frönskum herskipum um allan heim. Setningin á við Jóhann (Yann) — Islandssjó- manninn sem aldrei náði að kvænast unnustu sinni Góð (Gaud), sem beið hans heima í Bretaníu. Jóhann fórst við ísland, eins og svo margir lands- menn hans. í stað þess að halda brúð- kaup með heitmey sinni hélt Jóhann brúðkaup með Rán, sem tók hann í faðm sinn: „En það var eina nótt í ágústmánuði að brúðkaup þeirra Ránar og hansfórfram langt norður í höfum úti við ísland; var þar skuggalegt umhorf og hamfarir á alla vegu. “ (Þýðing Páls Sveinssonar). Um minnisvarðann ritar Björn Th. Björnsson: „Minnisvarðinn í Frakka- reit Hólavallagarðs er eitt af fáum minningarmörkum á íslandi sem sam- svarar sér í öllum greinum, formi, stærð, efni, áferð og þá ekki síst þeir- ri væmnislausu áletrun sem á hann er greypt.“ Neðst á steininn er letrað: .. Stein þenna reistu íslendingar frakk- neskum sjómönnum í vináttu- og virð- ingarskyni við liina frönsku þjóð. “ En það er víðar en hér á Islandi sem minnisvarðar og grafreitir vitna um hina hörðu lífsbaráttu fyrr á tíð og sjósókn hér við ystu höf. Skammt frá Pompól er lítið þorp sem hefur á ís- lensku verið nefnt Plubaslanekja Ekknakrossinn í Pompól. Héðan af ströndinni horfðu eiginkonur, unnustur og mœður á eftir skipunum sem héldu til íslands og óvíst var um hvort kœmu aft- ur. (Ljósm. Guðjón Ármann Eyjólfsson) (Ploubazlanec). Þar er allstór og veg- leg kirkja, en í kirkjugarðinum er „múr þeirra sem fórust á hafi úti“ og eru þar uppfestar minningartöflur og krossar um þá mörgu sem komu aldrei aftur úr sinni íslandsför. „Disparus en Islande“ eða „Fórust við ísland“, stendur á þeim nær öllum. Tengsl íslendinga og Frakka eru orðin gömul og á síðari árum hafa þau orðið traustari. Mikill og lifandi áhugi er á að treysta vináttuböndin. Hér á landi hefur starfað í Reykjavík félag Frakklandsvina og áhugafólks um franska tungu og menningu — l'Alli- ance frangaise — sem var stofnað árið 1911. Það er eitt elsta félag sinn- ar tegundar í heiminum, en slík félög starfa um allan heim. L'Alliance frangaise heldur uppi öflugu félagslífi yfir vetrarmánuðina og rekur stórt bókasafn. Starfsemin er við Austur- stræti 3 í hjarta Reykjavíkurborgar. Heimsókn söngvaranna frá forn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.