Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Síða 73
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
73
semi. Á allra heilagra messu, hinn 1.
nóvember, hefur hann undanfarin ár
við hátíðlega athöfn í Gamla kirkju-
garðinum, lagt krans frá frönsku þjóð-
inni á leiði þessara sjómanna, sem
hlutu hér fyrir löngu síðan gröf svo
fjarri ættjörð sinni. Sendiherrann hef-
ur einnig ferðast um landið og heim-
sótt grafreiti franskra sjómanna.
Minnisvarðinn er hár og glæsilegur
grágrýtissteinn, reistur af ríkisstjórn
Islands árið 1953, gerður af bræðrun-
um Ársæli og Knúti R. Magnússon-
um, er ráku ásamt föður sínum
Steinsmiðju Magnúsar Geirs Guðna-
sonar. Þar stendur á íslensku og frön-
sku setning sem átti við svo marga.
Setningin er úr víðfrægri bók Pierre
Lotis um íslandssjómanninn (Pécheur
d'Islande), sem út kom á íslensku árið
1930 í þýðingu Páls Sveinssonar
menntaskólakennara og hann nefndi
„Á íslandsmiðum“. Pierre Loti var
einn frægasti rithöfundur Frakka á 19.
öld, upphaflega sjóliðsforingi í frans-
ka flotanum og sigldi með frönskum
herskipum um allan heim. Setningin á
við Jóhann (Yann) — Islandssjó-
manninn sem aldrei náði að kvænast
unnustu sinni Góð (Gaud), sem beið
hans heima í Bretaníu. Jóhann fórst
við ísland, eins og svo margir lands-
menn hans. í stað þess að halda brúð-
kaup með heitmey sinni hélt Jóhann
brúðkaup með Rán, sem tók hann í
faðm sinn: „En það var eina nótt í
ágústmánuði að brúðkaup þeirra
Ránar og hansfórfram langt norður
í höfum úti við ísland; var þar
skuggalegt umhorf og hamfarir á alla
vegu. “ (Þýðing Páls Sveinssonar).
Um minnisvarðann ritar Björn Th.
Björnsson: „Minnisvarðinn í Frakka-
reit Hólavallagarðs er eitt af fáum
minningarmörkum á íslandi sem sam-
svarar sér í öllum greinum, formi,
stærð, efni, áferð og þá ekki síst þeir-
ri væmnislausu áletrun sem á hann er
greypt.“ Neðst á steininn er letrað:
.. Stein þenna reistu íslendingar frakk-
neskum sjómönnum í vináttu- og virð-
ingarskyni við liina frönsku þjóð. “
En það er víðar en hér á Islandi
sem minnisvarðar og grafreitir vitna
um hina hörðu lífsbaráttu fyrr á tíð og
sjósókn hér við ystu höf. Skammt frá
Pompól er lítið þorp sem hefur á ís-
lensku verið nefnt Plubaslanekja
Ekknakrossinn í Pompól. Héðan af ströndinni horfðu eiginkonur, unnustur og
mœður á eftir skipunum sem héldu til íslands og óvíst var um hvort kœmu aft-
ur. (Ljósm. Guðjón Ármann Eyjólfsson)
(Ploubazlanec). Þar er allstór og veg-
leg kirkja, en í kirkjugarðinum er
„múr þeirra sem fórust á hafi úti“ og
eru þar uppfestar minningartöflur og
krossar um þá mörgu sem komu
aldrei aftur úr sinni íslandsför.
„Disparus en Islande“ eða „Fórust við
ísland“, stendur á þeim nær öllum.
Tengsl íslendinga og Frakka eru
orðin gömul og á síðari árum hafa þau
orðið traustari. Mikill og lifandi áhugi
er á að treysta vináttuböndin. Hér á
landi hefur starfað í Reykjavík félag
Frakklandsvina og áhugafólks um
franska tungu og menningu — l'Alli-
ance frangaise — sem var stofnað
árið 1911. Það er eitt elsta félag sinn-
ar tegundar í heiminum, en slík félög
starfa um allan heim. L'Alliance
frangaise heldur uppi öflugu félagslífi
yfir vetrarmánuðina og rekur stórt
bókasafn. Starfsemin er við Austur-
stræti 3 í hjarta Reykjavíkurborgar.
Heimsókn söngvaranna frá forn-