Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Side 75
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
75
Hátíðarhöld Sjómannadagsins í
Reykjavík 1997
Þessir voru heiðraðir á Sjómannadaginn 1997. Taliðfrá vinstri: Ingólfur Ingólfsson vélstjóri, Hans Sigurjónsson skip-
stjóri, Skúli Einarsson matsveinn, Guðmundur Ibsen skipstjóri, varaformaður Sjómannadagsráðs, Sigurbjörn Bernódus-
son háseti, Stefán Nikulásson skipstjóri, Stefán Guðmundsson skipstjóri, Jóhann Magnússon fv. yfirhafrisögumaður,
Garðar Þorsteinsson stýrimaður, framkvœmdastjóri Sjómannadagsins, Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómanna-
dagsráðs sem heiðraði, og Jón Gunnar Kristinsson sem hlaut afreksbjörgunarbikarinn. (Ljósm.: Sjómdbl. Björn Páls-
son).
Jón Gunnar Kristinsson sem hlaut afreksbjörgunarbikarinn fyrir að bjarga
tveim félögum sínum af skelfiskbátnum Æsu frá Flateyri. (Ljósm.: Sjómdbl.
Björn Pálsson).
Sextugasti sjómannadagurinn var
haldinn með hefðbundnum hætti þann
l.júní 1997.
Laugardaginn 31. maí fór fram
knattspyrnu- og reiptogskeppni
áhafna reykvískra togara á fþrótta-
svæði Leiknis.
Sunnudaginn 1. júní kl. 11.00 var
haldin minningarguðsþjónusta þar
sent biskup íslands, herra Ólafur
Skúlason, minntist drukknaðra sjó-
manna. Séra Hjalli Guðmundsson
þjónaði fyrir altari. Organisti var
Marteinn H. Friðriksson. Sjómenn
aðstoðuðu við guðsþjónustuna.
Lagður var blómsveigur að minnis-
varða óþekkta sjómannsins í Foss-
vogskirkjugarði.
Kl. 13.00 hófst skemmtisigling
með skólaskipi Slysavarnaskóla sjó-
manna, Sæbjörgu, og skemmtiferða-
skipinu Árnesi inn um sund og eyjar
við góðar undirtektir hátíðargesta.
Kl. 14.00 var útisamkoma sett við
Reykjavíkurhöfn. Þulur og kynnir var