Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Síða 98

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Síða 98
98 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ verið beðnir að sækja sjúkling til Pat- reksfjarðar og koma honum vestur á ísafjörð og til Patreksfjarðar vorum við komnir kl. 02.30 aðfaranótt þess 17. janúar. Þessi útúrdúr hressti fólk talsvert. Þegar við vorum lagðir af stað að nýju fréttist að Múlafoss ætti í einhverjum erfiðleikum fyrir norðan land og vorum við beðnir að fara og huga að honum sem fyrst. Við héldum þó fyrst til ísafjarðar nteð sjúklinginn og komum þangað kl. 10.40. um morguninn. Þar var snjóbíl og ýmsum þyngri búnaði skipað í land. Héldum við að því búnu til Súðavíkur og þangað var komið um þrjúleytið, svo alls hafði ferðin á slysstaðinn tekið rúma tuttugu tíma, en 23 tímar og 40 mínútur liðu þar til björgunarliðið var komið frá borði. I Súðavík var engin leið að leggjast að bryggju og var björgunarfólkinu og ýmsum tækum komið í land á gúmmíbátum. Loks klukkan 23.00 að kvöldi þess 18. jan- úar gátum við haldið til móts við Múlafoss. Við Straumnesið fengunt við slíkt óskaplegt veður að ég man ekki annað eins. Skjóta varð hlerum fyrir alla glugga í brúnni og stöðugt var verið að slá af þegar brotsjóirnir riðu að. En Týr varði sig frábærlega í þessum ósköpum og sannaði enn hve gott skip hann er. Við vorum komnir að Múlafossi kl. 05.00 um nóttina, en þá kom sem betur fór í ljós að skipið hafði ekki þörl' fyrir aðstoð, svo við gátum snúið við og haldið inn á Djúp að nýju og til ísafjarðar, en þangað komum við 17.50 um daginn. Þessari för mun enginn gleyma sem þátt tók í henni“ Þegar Árvakur tók flugið „En ég á líka minningar um falleg veður á sjónum og þá einkum frá ferðum okkar vegna þjónustu við vit- ana, sem farnar voru á sumrum. Þá var oft farið lengst inn á firði þar sem landslagsfegurð var iðulega mikil- Við fluttum gashylki í vitana og færð- um vitavörðunum vistir. Oft var það ströng vinna að koma gashylkjunum a sinn stað. En nú er þetta að hverfa, þyrlurnar tóku að flytja hylkin og síð- an er ný tækni komin til sögunnar sem gerir hylkin víðast óþörf. Stuttan tíma var ég á vitaskipinu Árvakri í ferðum Eftir að deilunni um 200 mílurnar lauk var Tý siglt tilÁrhus til viðgerða og þar er myndin tekin 1976. Þór Vignir virðir hérfyrir sér skemmdir á skut skipsins. (Ljósm.: Jyllandsposten). Versta veðrið „Ekki datt mér í hug að ég ætti nokkru sinni eftir að lenda í verra veðri en Nýfundnalandsveðrinu, en þó fór það svo. Það var þegar við á Tý sigldum með björgunarmenn og bún- að frá Reykjavík vestur á firði, eftir að snjóflóðið féll á Súðavík klukkan rúmlega 6 að morgni þann 16. janúar 1995. Ég tel að það veður hafi verið miklu verra. Við fórum frá Reykjavík 14.40 sama dag með lækna, hjúkrun- arfræðinga og björgunarlið og voru alls 113 manns um borð, svo ekki varð þverfótað fyrir fólki. Við keyrð- um á fullri ferð allt að Jökli, en þá tók heldur betur að bræla á móti okkur, svo við urðum að slá af. Var mikill barningur fyrir Breiðafjörð, og var það að vonum misjafnt hvernig far- þegum okkar leið. Flestir lágu fyrir og margir voru sjóveikir. Við höfðum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.