Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Síða 104

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Síða 104
104 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ ganga frá akkerinu og setja fast renn- di bátur upp að síðunni. í honum voru fimm menn, allir vopnaðir, og héldu tveir þeir öftustu lítilli vélbyssu í skotstöðu og miðuðu henni á okkur. Þegar sá sem fremstur var rétti mér fangalínuna, en hann var piltur á ald- ur við mig, þá brosti hann og ég brosti á móti, tók við línunni og setti fast. Á milli okkar var ekkert stríð. ”Hver sagði þér að taka við endan- um?” kallaði Lárus úr brúargluggan- um. ”Þeir geta bundið sínar kollur sjálfir, þessir aumingjar,” áréttaði hann og hvarf úr glugganum. Foringi Bretanna hélt nú upp í brú ásamt tveimur fylgdarmönnum. Fór hann að ávíta Lárus fyrir að virða að vettugi reglur sem herinn setti um umferð skipa um eftirlitssvæði og fyrir að setja skip sitt og mannskap í hættu, því þeir hefðu getað skotið okkur í tætlur, ef þeir hefðu viljað. Lárus svaraði fullum hálsi og sagðist vera að færa Bretum fisk í kjaftinn á sér, svo þeim entist þrekið til þess að flýja, því það væri hið eina sem þeir gætu og að láta aðra berjast fyrir sig. Svo ætluðust þeir til að við létum veltast úti í kanal í vitlausu veðri alla nóttina í stað þess að fara nú að sofa hér í góðu yfirlæti undir þeirra vernd- arvæng. Og í þeim dúr framgekk sam- talið. Skömmu síðar kom foringinn skálmandi með fylgdarliðið á hælun- um. Skipsskjölin og dagbókina hafði hann undir hendinni, og tók hann það í sína vörslu yfir nóttina. Hann var rauður og þrútinn af reiði. Eg og þessi nýi kunningi minn með fangalínuna höfðum verið að hlusta á það sem fram fór, þar sem allir glugg- ar voru opnir og orðaskiptin heyrðusl glöggt fram á dekkið. Þegar nú for- inginn kom stormandi til okkar, skellti vinur minn saman hælum og gerði honnör fyrir honum. Foringinn leit til mín illur á svip. Ég glotti á móti fyrst í fall, en gerði mig síðan sak- leysislegan á svipinn og saug upp í nefið. Þegar þeir voru komnir um borð í bátinn skipaði foringinn að sleppa endanum. Ég leit glottandi á móti og svaraði á ensku að ég yrði að spyrja skipstjórann. ”Slepptu strax!” skipaði foringinn og studdi hendinni á skammbyssuna í beltinu. Ég leysti þá línuna og sleppti henni. Kunningi minn, sem nú sneri baki í sinn yfir- mann, dró hana inn en gretti sig hroðalega um leið framan í mig og glolti gleiðgosalega á eftir. Síðan sneri hann sér við, grafalvarlegur á svipinn, skellti saman hælunum, bar hönd að húfu og tilkynnti: ”Laust að framan, hr. kapteinn!” Morguninn eftir fengum við alla venjulega afgreiðslu og héldum síðan til Fleetwood þar sem fiskurinn var seldur. Báran var eins og fjallshlíð í Englandi geisaði þá slæm inilú- ensa, sem lagðist þungt á menn. Þeg- ar á fyrstu dögum heimferðarinnar fóru menn að veikjast og þegar við komum undir land lágu báðir vélstjór- arnir, kokkurinn, stýrimaðurinn og einn hásetinn allir veikir. Skipstjórinn var við annan mann á annarri vakt- inni, en ég var orðinn einn á hinni. Vélstjórarnir drógust niður í vélar- rúmið hvor á sinni vakt og lágu þar á bekk, ef til einhver sérstaks kæmi. Þegar ég kom á næturvaktina síð- ustu nóttina vorum við að nálgast Reykjanes og var þá á sunnan storm- ur og mikill sjór. Skipstjórinn benti mér á vitann, sem sást vel, og sagði mér síðan að halda venjulega sigl- ingaleið norður með landinu, gæta vel að umferð og kalla strax í sig ef eitt- hvað bæri út af. Hann vissi að ég var á leiðinni í Stýrimannaskólann og kunni vel að setja stefnur með landi fram og algengar siglingareglur. Snorri heitinn hringdi úr vélarrúminu og lét vita að hann mundi liggja þar á bekknum, þó veikur væri. Gekk vel fyrir Reykjanes og norður með land- inu. Þegar við vorum þvert af Stafnesi hugðist ég hlaupa aftur á og lesa af logginu. Tók ég vasaljós úr hillunni, opnaði hurðina og gekk út á brúar- vænginn. Mér fannst umhverfið strax eitthvað einkennilegt og dokaði við. Kyrrðin var svo mikil að það heyrðist ekki í vélunum — það var eins og pústið úr þeim kæmist ekki upp úr skorsteininum. Þó var einhver ein- kennilegur hvinur í loftinu. Báturinn var í öldudal og var að byrja að lyfta sér að aftan og ég leit aftur fyrir til þess að gá að næstu báru. Þá sá ég allt í einu hvað var að gerast: Báran sem var að nálgast var ekkert venjuleg. Hún var heilt tjall og brekkan sem báturinn var að lyfta sér í var eins og fjallshlíð, sem alltaf varð brattari og brattari, og langt fyrir aftan og ofan bátinn bar hvítan faldinn við tætt skýrin á himninum. Ég snaraðisl aftur inn í brúna, rykkti báðum vélsímunum á stopp og öskraði niður til skipstjórans að koma strax upp. Til áréttingar greip ég te- ketilinn úr statífinu og grýtti honum niður stigann í kortaherberginu, svo ég væri viss um að skipstjórinn vakn- aði. Síðan greip ég stýrið báðurn höndum og rétti bátinn vel af, svo hann lægi alveg beint undan brotinu, þegar það skylli yfir. Báturinn hækk- aði alltaf meira og meira að aftan, svo innan skamms var ekki stætt á gólf- inu, og sté ég þá með öðrum fætinum á kompásnátthúsið sem var fyrir framan stýrið. Ut um gluggana sá fram eftir skipinu: Það var eins og það rynni áfram á stefninu og engu mætti muna að það færi kolhnís fram yfir sig. Það var nú allt komið á kaf í sjó að framan nema hvalbakshandriðið. Það var eins og báturinn þrjóskaðist við að fara dýpra og þunginn næði honum ekki niður að framan. Ég heyrði rétt í þessu að Lárus var að brölta í stiganum, sem nú var orðinn lóðréttur. Allt farið sem farið gat af lausum munum Allt í einu var eins og afturendinn héngi í lausu lofti og hrapaði svo nið- ur, og um leið var eins og heilt fjall af sjó helltist yfir bátadekkið og kaf- færði allt skipið aftan frá, svo sjór var fyrir öllum gluggum og brothljóð og læti kváðu við. Eg skellti báðum vél- símunum á fulla ferð áfram, því ég vissi að nú þyrfti báturinn á Tllu afh að halda til þess að ná sér upp úr lell- unni. Lárus var kominn í stigann þeg- ar brotið hrundi, en hrapaði öfugur niður aftur og veltist á gólfinu í káetu sinni. Orðbragðið sem hann viðhaíði 1 þeim umbrotum var engin guðsbarna- þula og er ekki el'tir hafandi. Hann hentist nú upp stigann, rétt í því að yf- irbyggingin var að koma upp úr svað-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.