Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 109

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 109
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 109 Tilkynningaskyldan er 30 ára á þessu ári. Á afmœlisárinu verður tekið upp sjálfvirkt keifi með sendingarbúnað í hverju skipi sem sendirfrá sér merki á 15 mínútna fresti. Hægt erað grípa til tafarlausra aðgerða efmerkin hœtta að ber- ast og verður hér um hreina byltingu að rœðafrá því sem var. Hér er Arni Sig- urbjömsson á vakt og fylgist með skipum á hafi úti við landið. (Ljósm.: Sjómdbl. AM) Stóra málið — fullkomið öryggiskerfi „Þá er að geta um það sem segja má að sé „stóra málið“ hjá okkur, en þar er um að ræða hugmynd um ör- yggiskerfi fyrir sjómenn og er mark- miðið með því að koma á ákveðnu skipulagi hvað varðar vinnubrögð og meðferð á öryggismálum um borð í bátum og skipum. Þessu kerfi er ætl- að að uppfylla öll íslensk lög og regl- ur um öryggi sjómanna, svo og al- þjóðlegar kröfur sem íslensk stjórn- völd hafa viðurkennt. Kerfinu er ætl- að að taka mið af viðurkenndum, al- þjóðlegum öryggiskerfum og auka innra öryggiseftirlit áhafna og út- gerða. Það skal vera samræmt, þannig að sömu grundvallarvinnureglur gildi á öllum skipum og bátum hvað varð- ar ábyrgð og verkaskiptingu. Það skal innihalda lýsingar á vinnuferli allra helstu verkþátta um borð í hverjum báti og skipi og tryggja skipulega fræðslu og skráningu öryggiseftirlits. Loks skal í því fólgin staðfesting á því að öryggisreglur séu haldnar og að gripið hal'i verið til þeirra úrbóta sem þörf kann að hafa verið á. Kerfið skal reyna í tíu til luttugu skipum og bát- um af mismunandi stærðum og gerð- um og er aðalmarkmiðið með þessu auðvitað að gera sjómennskuna ör- uggari og koma í veg fyrir slys á mönnum og tjón á verðmætum. Þessa hugmynd höfum við kynnt fyrir sjómannasamtökunum og út- gerðarmönnum, sem og þingmanna- nefnd sem nú vinnur að tillögugerð um öryggismál sjómanna. Hefur þessu alls staðar verið vel tekið. Eins og að ofan segir verður þetta kerii mjög aðgengilegt og samræmt, þar sem sömu vinnureglur verða nú við- hafðar um borð í öllum skipum og bátum. Þannig geta sjómenn verið vissir um að ef þeir skipta um skips- rúm, þá ganga þeir að sama kerfinu annars staðar. Höfum við óskað eftir aðstoð frá Háskóla íslands og sam- mælst við skólann um að hann aðstoði Slysavarnafélagið við að móta þetta kerfi hér á landi. Þá hefur verið sótt um styrk frá Rannsóknasjóði rfkisins vegna þessa og höfum fengið jákvæð viðbrögð þaðan. Ætti þessi vinna að geta farið í gang á næstu mánuðum. Og auðvitað er grundvallaratriði að vinnan að þessu fari fram í góðri sam- vinnu við sjómenn og útvegsmenn.11 Björgunarbátum SVFÍ fjölgar „Mikil aukning hefur átt sér stað í rekstri á björgunarbátum SVFI á síð- asta ári. Fyrir tveimur árum vorum við með tvo stóra björgunarbáta í rek- stri, sem reknir voru af björgunarbáta- sjóði okkar, auk margra srnærri björg- unarbáta sem eru í eigu björgunar- sveita víðs vegar um land. En nú hel'- ur fjölgað í flota björgunarskipa sem eru í rekstri hjá höfuðstöðvum lélags- ins og reknir eru af björgunarbáta- sjóðnum. Sjóðurinn er fjámagnaður al' Happdrætti SVFÍ og öðrum framlög- um. Verða bátarnir í sumar orðnir átta: Þeir eru í Sandgerði, Reykjavík, Rifi, ísafirði, Siglufirði, Raufarhöfn, Nes- kaupstað og Grindavfk. Þrjú þessara skipa eru þýsk, þrjú eru hollensk og hin eru bresk. Þetta eru mjög myndar- leg skip sem byggð hafa verið af syst- urfélögum SVFI í þessum löndum og eru sérhönnuð til björgunarverkefna á grundvelli langrar reynslu. Að vísu eru þau ekki ný, en líta mjög vel út og rekstrarkostnaður þeirra á að verða viðráðanlegur, þótt hann aukist með þessari fjölgun. Meðan skipin voru aðeins tvö var kostnaður um 2-5 milljónir ári, en nú er útlit fyrir að hann aukist í um 20 milljónir. En skipin skapa mikið öryggi fyrir sjó- menn á þeim stöðum þar sem þau eru — og ekki má gleyma hve miklu óhultari björgunarmennirnir sjálfir eru á slíkunt farkostum. A bátum sem þessum komast þeir líka að ýmsum stöðum á landi í vondum vetrarverð- um sem varla er viðlit að komast að nema sjóleiðina og þá aðeins á sér- hönnuðum björgunarskipum. Því rétt- lætir hið fjölbreytta notagildi rekstrar- kostnaðinn. Neyðarskýli félagsins eru og hluti þess sem unnið hefur verið í þágu ör- yggis sjómanna allt frá stofnun fé- lagsins, en þau eru nú um 80 talsins. Þau eru staðsett úti við ströndina á stöðum sem erfitt hefur verið að kom- ast að og oft í eyðibyggð eða á fjall- vegum. Skýlin eru mjög mikið notuð og má sjá það af því sem skráð er í gestabækur í þeim, en ferðamenn hal'a nýtt sér skýlin mikið og höfum við stundum gagnrýnt það, þar sem þetta eru neyðarskýli. En skýlin koma líka mikið að notum á vetrum og eiga þar hlut að máli ferðamenn, björgunar- sveitarmenn og þeir seni sinna verða brýnum erindum í vondum veðrum fjarri mannabyggð. í slíkum tilvikum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.