Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Síða 113

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Síða 113
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 113 sanni að félög smábátaeigenda séu 25 til 30. Nú eru hátt í 2000 félagar á skrá og bátarnir eru á milli 1300 og 1400. Mikil breyting hefur orðið á bátaflotanum frá stofnun Landsam- bandsins. Við stofnunina voru 890 bátar undir 10 tonnum á skrá sem fiskibátar. Stór hluti þeirra var orðinn gamall og úreltur og megnið hægfara bátar. Stjórnvöld á þessum tíma sáu ekki ástæðu til að loka fyrir að menn smíðuðu sér nýjar trillur og færu að veiða, og tjölgaði bátunum því jafnt og þétt. Arið 1990 voru bátarnir orðn- ir hátt í 2000. Þeir höfðu líka vaxið að getu, en eftir því sem gömlu bátarnir hurfu af sjónarsviðinu komu í staðinn nýir, hraðskreiðir og rnjög öilugir bát- ar. Þannig stækkaði flotinn miklu meira en sjálf talan segir til um. Árið 1991 var svo lokað fyrir þessa fram- þróun og bátnunum fór að fækka aft- ur. Þannig eru þeir nú á milli 1300 og 1400, eins og ég áður sagði, eða mun fleiri en í upphafi og miklu afkasta- meiri. Ekki eru allir þessara báta virk- ir, en langflestir eru það og hvað eign- araðildina snertir, þá er hún rúmlega maður á bát.“ Fylla stóra sali með örstuttum fyrirvara „Félagsmennirnir eru ótrúlega virkir í starfinu og því erum við hjá Landssambandinu mjög stoltir af. Ef við víkjum til dæmis að fundamæt- ingum, þá er ég ekki í vafa um að stóru stjórnmálaflokkarnir yrðu í hæsta máta ánægðir ef þeir fengju jafn góða mætingu hvarvetna á land- inu og við fáum. Hér og þar höfum við fyllt stóra sali með örstuttum fyr- irvara. Ég hef orðið vitni að því að stjórnmálamenn hafa komið á fundina og orðið ofandottnir þegar þeir sjá hve duglegir karlarnir eru að mæta. Ekki þarf að taka fram hve gagnlegt þetta er fyrir okkur, auk þess hve miklu skemmtilegra félagsstartið verður. Og ekki vantar að umræðurn- ar eru líllegar — enda held ég að í trillukarlinum leynist eitthvert „gen“ sem veldur því að hann er ekkert feiminn við að láta sínar skoðanir í ljós. Vitanlega verður oft meininga- munur, og stundum spyrja menn hvort klofningur sé yfirvofandi. En þegar á reynir, eins og þegar kemur að mál- efnum grásleppukarlanna núna og ég minnist á hér á eftir, bregst ekki að menn standa saman sem einn maður — og það með glæsibrag!“ Menn standa saman „Já, það sem helst brennur á okkur þessa stundina snertir að vísu ekki nema hluta félagsmanna okkar, en þar er um að ræða málefni grásleppu- veiðimanna, eins og ég gat um. Ástandið á þeim markaði er nú erfið- ara en verið hefur í mjög langan tíma og blikur á lofti sem valda því að menn eru mjög uggandi um vertíðina í ár. Hún hefði átt að byrja þann 20. mars, en karlarnir ákváðu að hinkra við, þar sem engin sala á hrognunum er tryggð og þegar þetta er talað er ekkert vitað hver framvindan verður. Ástæða þessa er sú að í fyrra var grá- sleppuveiði á heimsvísu feiknalega mikil, þótt hér væri veiðin á engan hátt óvenjuleg, kannski rélt yfir með- allagi. En í fyrra veiddust um 50 þús- und tunnur og þetta þoldi markaður- inn ekki þar sem frá árinu þar áður, þ.e. 1996, voru til verulegar birgðir — en heimsmarkaðurinn er ekki nema um 36 þúsund tunnur. Veiðimenn í Noregi, Kanada og hér eru í góðu sambandi enda hefur Landssamband smábátaeigenda haft forgöngu um slík samskipti og þau hafa varað í níu ár. Því er okkur kunn- ugt um að í Noregi hafa menn gripið til strangra reglna varðandi úthlutun veiðileyfa sem þýðir minni veiði. 1 Kanada er verið að skoða málin og heyri ég að jafnvel sé rætt um að sleppa vertíðinni, þó ég hafi nú litla trú á því. Allt þetta hjálpar, því fyrir vikið verður ekki jafn hægur leikur fyrir óprúttna aðila að ná ódýrum hrognum af körlunum. Mér finnst veiðimenn sýna mikla ábyrgð með þessari afstöðu og hef trú á að fyrir vikið muni takast að koma heilbrigðu jafnvægi á í markaðsmálunum aftur, kannski á einu ári. Minnist ég þá met- veiðiársins 1987, en þá komst mark- aðurinn í slíkt ójafnvægi að það tók liann mörg ár að jafna sig. Því endur- tek ég að ég fagna hve mikla ábyrgð menn ætla að sýna og er stoltur af þeim. Það er sagt um grásleppuveiði- menn að meiri einstaklingshyggju- menn sé hvergi að finna, en það kem- ur ekki í veg fyrir að þegar á þá reyn- ir standa þeir saman sem einn maður.“ Ná mest 24 línuróðrum „Ég get ekki látið hjá líða að nefna að enn þá erum við með stórgallað kerfi hvað snertir sóknardagabátana. Þótt tekist hafi að skapa sæmilegan frið um þetta á yfirstandandi fiskveið- iðári, höfum við því miður ekkert í höndunum hvað framtíðin muni bera í skauti sér og hvað gerast mun 1. sept- ember n.k., þegar nýtt fiskveiðiár hefst. Það höfum við hreinlega ekki grun um. Þetta er mjög slæmt og við höfum farið fram á, alveg frá því er sóknardagakerfin voru sett á, að lág- marksfjöldi sóknardaga verði settur inn í kerfin, þannig að menn viti að hvaða lágmarkstakmörkunum þeir ganga og geti áttað sig á hvar þeir standa varðandi rekstur sinn og af- komu. En þetta hefur ráðuneytið enn ekki getað fallist á. En auðvitað vona ég að það sannist að „batnandi mönn- um sé best að lifa“ og að við náum þessu fram — en enn þá er þetta alls ekki í hendi. Á fiskveiðiárinu 1996-1997 voru sóknardagar smábáta 84. Við erum með tvö sóknardagakerfi, annars veg- ar fyrir báta sem eingöngu stunda handfæraveiðar og hins vegar fyrir báta sem bæði stunda handfæraveiðar og línuveiðar. En línuveiðarnar voru og eru háðar frekari takmörkunum en aðeins þessum 84 dögum eins og í fyrra. Menn eru með stuðul fyrir hvern dag sem þeir róa með línuna og yfir vetrartímann var þessi stuðull 1.35, þannig að fyrir hvern einn dag sem þeir fóru á sjó dróst 1.35 dagur frá þessum 84 dögum. Miðað við að menn reru eingöngu að vetrinum, minnir mig því að þeir hafi mest get- að náð rúmlega 60 línuróðrum. Þetta var mjög ásættanlegt og held ég að al- mennt hafi ríkt mikil ánægja með þetta. En á þessu fiskveiðiári eru dagarn- ir hjá línubátunum 32 og með því að hafa þennan stuðul inni, 1.35, þýðir það að mest geta bátarnir náð 24 línuróðrum. meðan handfærabátarnir fá 40 daga. Ég tel að þar með sé þetta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.