Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Qupperneq 114
114
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
komið niður í algjört lágmark og ekki
hægt að fara með þetta neðar. En hins
vegar er inni í lögunum reikniregla
sem gerir það að verkum að fari menn
fram yfir ákveðinn áætlaðan afla, sem
ákvarðaður er í upphafi árs, þá fækk-
ar dögunum í hlutfalli við umfram-
keyrsluna árið á eftir. Með þetta erum
við ekki par hressir og viljum að
þessu sé breytt. Við teljum líka að
bæði fiskveiðikerfið og fiskistofnarn-
ir þoli einhverja smásveigju í þessu
efni, enda mun annað eins fara fyrir
borð einhvers staðar. Því viljum við fá
fram ákveðinn lágmarksfjölda sókn-
ardaga, og fyrir því verður barist.“
Bætt tryggingakjör
„Eitt af því sem unnið er að eru
tryggingamál smábátaeigenda. Á síð-
asta ári komum við á samningi í milli
erlends tyggingaraðila og íslenskra
tryggingamiðlara. Með þessum samn-
ingi lækkuðu iðgjöld okkar félags-
manna umtalsvert, svo ekki sé meira
sagt, og hyggjumst sækja á dýpri mið
í þessum málum. I fyrra voru það ein-
göngu bátarnir sem þessar umbætur
náðu til, en nú bætast við slysatrygg-
ing og vonandi í framtíðinni aðrar
tryggingar sem smábátaútvegurinn
þarfnast. Skilmálarnir eru í sjálfu sér
þeir sömu og við njótum hjá íslensku
tryggingafélögunum, en iðgjöldin
hafa verið langtum hagstæðari. Okkur
hafði verið lofað umbótum, en við
það var aldrei staðið og þess vegna
fórum við út í þá vinnu að leita sam-
starfs við erlenda aðila. Það er
ánægjulegt að verða vitni að því að
þetta hefur orðið til þess að íslensku
félögin eru nú að fikra sig í sömu átt.
Einhver segði sjálfsagt að þetta sýndi
kosti samkeppninnar! En hvað um
það, þá sýnir þetta hverju hægt er að
koma til leiðar með samtakamættin-
um!”
Skapa þrisvar sinnum meiri
atvinnu miðað við aflamagn
„Ég minntist á hve áhugasamir fé-
lagsmenn okkar eru um málefni sín.
Dæmi um það er að hér á skrifstofu
Landsambands smábátaeigenda, er
ekki mikill „friður“ — ef menn skil-
greina „frið“ þannig að í því felist að
hvorki þurfi að lyfta símtólinu sé taka
á móti mönnum. Einhvern tíma vor-
um við að dunda við að reikna út hve
mörg símtöl við að meðaltali ættum
hérna. Þótt ég muni ekki í andartakinu
nákvæma tölu, þá mun okkur hafa tal-
ist til að símtöl á hverjum degi væru á
bilinu 60 til 80! En þá er aðeins átt við
símtöl að jafnaði, því suma daga, þeg-
ar eitthvað sérstakt er um að vera,
"kviknar hér í öllu”, ef ég má orða
það svo. Þannig er óvenju rólegt í
dag, en undanfarna daga hafa verið
linnulausar hringingar vegna grá-
sleppumannanna. Svo lítur fjöldi
manns við hjá okkur, og því fögnum
við. Þá bjóðum við mönnum inn á
kaffistofuna og heyrum hvað þeiin
býr í brjósti. Þetta er eitt af því sem
gefur þessu gildi.
Ég vil líka koma að því hvaða þýð-
ingu smábátaflotinn hefur fyrir at-
vinnulífið í landi okkar. Miðað við að
1300 til 1400 bátar eru á skrá hjá okk-
ur og við gerum ráð fyrir að 1100 til
1200 af þeim séu virkir, þá er til dæm-
is hver ársbátur að skapa atvinnu fyr-
ir heila fjölskyldu og oft tvær fjöl-
skyldur. Þannig er ljóst að við erum
mikilvægur hlekkur í atvinnusköpun.
Hlutfallslega stunda margir línuveiði
og línan krefst mikils mannafla. Þar
bætum við enn um betur
Þegar tvíhöfðanefndin var að störf-
um var Andri Teitsson, starfsmaður
nefndarinnar, fenginn til þess að
kanna hve mikið magn ísfisktogari
annars vegar og smábátur hins vegar
þyrftu að veiða til þess að skapa
manni heilsárs atvinnu. Þetta var árið
1993. Við fögnuðum að þessi könnun
var gerð, enda varð niðurstaðan lík
því sem við höfðum sagt: Smábátarn-
ir sköpuðu þrisvar sinnum meiri at-
vinnu en stóru skipin! Þessu höfum
við að sjálfsögðu haldið dyggilega á
lofti.“
Ættu að fara að breyta fram-
komu sinni
„En þetta kemur ekki í veg fyrir —
og það vil ég leggja áherslu á — að ég
hef alltaf verið þeirrar skoðunar að
við eigum að nota allar tegundir af
skipum við fiskveiðar. Ég heyri það
að vísu frá sumum minna félaga að
réttast væri að útrýma öllum fiski-
skipum öðrum en trillunum. En það er
vægast sagt ekki annað en hreinrækt-
uð þröngsýni: Fiskveiðar eru í eðli
sínu þannig að við þær þarf að nota
allar tegundir skipa.
Hins vegar er ástæða þess að svo
skörp skil hafa skapast á milli smábát-
anna annars vegar og stórskipflotans
hins vegar, sú framkoma sem ýmsir
höfðingjar hafa sýnt trillukörlunum
og samtökum okkar. Með því hafa
þeir beinlínis boðið því heim að oft á
tíðum ríkir hreinræktað stríðsástand.
Framkoma margra stórútgerðarmanna
hefur einkennst af hroka og lítilsvirð-
ingu, en þeir þyrftu nú að fara að átta
sig á því að það gæti reynst þeim dýr-
keypt. Alþjóðumræðan er nefnilega
að snúast þessum aðilum mjög í óhag
— en íslenskir stórútgerðarmenn eru
ekki þeir einu sem koma fram með
þessum hætti við strandveiðimenn og
eigendur minni báta. Þeim er því ef til
vill betra að fara að tala við okkur
eins og menn. Umhverfissamtökin
hafa þegar áttað sig á að þessi klofn-
ingur er kjörinn til þess að valda al-
gjörri sundrungu í sjávarútveginum.
Við sækjumst ekki eftir samúð um-
hverfissinna, hvorki hérlendis sem er-
lendis. I augum mínum geta afskipti
þeirra af fiskveiðimálum reynst stór-
hættuleg.“
Alþjóðasamtök strandveiði-
manna — nýtt afl
”Þetta leiðir hugann að því að
Landssamband smábátaeigenda hefur
lengi haft áhuga á að færa út kvíarnar
í félagsmálum og það á alþjóðavett-
vangi. Ég hef verið að koma á sam-
böndum við starfsbræður okkar hér í
nágrannalöndunum, meðal annars
með það í huga að stofna samtök
strandveiðimanna í Norður-Atlants-
hafi. Fyrir liggur samþykkt tveggja
aðalfunda okkar í þá veru að keppt
skuli að þessu. Þetta starf er nú á loka-
stigi, en hefur lítillega tafist og réði
því náskylt málefni, sem gefa þurfti
tíma:
Þar var um að ræða ráðstefnu niðri
á Indlandi í nóvember sl., en á henni
voru stofnuð Alþjóðasamtök strand-
veiðimanna og fiskverkafólks með
fulltrúum 32 þjóða. Ráðstefnan var
haldin í Nýju Dehlí og tók ég þátt í