Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 131

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 131
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 131 Tveir radíóvitar voru búnir til í Reykjavík og tjaslað saman af hálf- gerðum vanefnum. Ef þeir biluðu voru leiðbeiningar að sunnan um síma. Sá þeirra er fyrst var þarna, stærðar flykki frá stríðsárunum, var skrapatól er Bretar skildu eftir sig er þeir fóru frá íslandi. Hann sálaðist einn daginn. Ég hringdi suður: og með opið símtól við hliðina á mér var mér leiðbeint við að taka draslið í sundur, og þar sem ég hafði varahluti, tókst mér að tjasla honum í nothæft ástand. Fyrir nasasjón af slíkum að- gerðurn tókst mér að halda þeim í horfinu. Svo var einnig nteð olíufýr- ingu við miðstöðvarketil og breyting- ar á rafkerfi í íbúðarhúsi. Þrjár dísilvélar voru á staðnum. Ein í sérhúsi á bakkanum til þess að draga upp varning úr fjöru. í vélahúsi skammt frá íbúðarhúsi voru tvær til skiptis fyrir rafmagnsframleiðslu. Þar var einnig vatnsaflstöð er sett var nið- ur fyrsta árið mitt þarna. Vatnsstífla var byggð þrjú hundruð metra uppí fjallshlíð, og fyrstu árin stóð ég í ströngu við að þétta samskeyti á rör- um er lágu frá henni heim í hús, er brustu hvað el'tir annað. Alloft haml- aði krapi vatnsrennsli úr stíflunni í öllum snjóveðrum, og ekki ófáar þær ferðir er ég fór til að hreinsa hann frá röropi svo hægt væri að nota hana sem lengst. Einhverja af þessum vél- um varð að keyra allan sólarhringinn. í íbúðarhúsi þurfti að sjá um olíufýr- ingu og talstöðvar. Allmikla olíu þurfti fyrir vélakost- inn. Fyrstu þrjú árin kom hún í tunn- um, nokkrir tugir hvert sinn, er dembt var í fjöru, og ég þurfti síðan, eins og ég var á mig kominn vegna gamals hryggbrots o. fl., að koma þeim upp á bakka og síðan basla við að velta þeim hundrað metra heim að húsi og reisa þær upp á trépall er ég hafði hróflað upp. Eftir þrjú ár voru settir upp átta stórir olíutankar, er dælt var úr skipi og ég svo dældi í heimatank." Margbrotin viðhaldsstörf „Ég sá um allt viðhald á húsum staðarins, átta að tölu, bæði gömlum gripahúsum, íbúð og vélahúsum. Ég setti tvöfalt gler í alla glugga íbúðar- húss og nýtt þak á húsið, steypti tröppur við kjallara íbúðarhúss, steypti hundrað metra gangstéttir fram að bakka, að mælahúsi og milli véla- og íbúðarhúss, smíðaði trébrú frá stétt og niður að sliskju og grind- verk meðfram henni, allstóran trépall ofan sliskjunnar. Svo steypti ég upp nýtt vélahús við endann á því gamla er fyrir var, gerði það nteð aðstoð tólf ára gamals drengs, setti á það þak og smíðaði í það glugga, og gekk frá því að öllu leyti, nema hvað dyrakarm og hurð fékk ég sent að sunnan. Ég smíð- aði síðan frystiklefa í kjallara með góðri einangrun og setti utan á hann þýskt frostblásturskerfi. Síðan breytti ég herbergjaskipan á annarri hæð íbúðarhúss, setti upp ný þil og af- hólfaði nýtt klósett á þeirri hæð. Ég gerði við gamlan fiskhjall og reif svo að síðustu niður stórt fjárhús og hlöðu þar við, að ógleymdum hænsnakofa, er ég hróflaði upp og svo girðingu meðfrant bakkanum næst íbúðarhúsi, enda ekki vanþörf á því. Þetta kann allt að þykja mikið í borið. En gleym- um því ekki að ég hafði til þess næg- an tíma í samfellt tuttugu og fimm ár. En tíminn til veðurtöku var ekki aðeins þriðju hverja klukkustund. Einn þáttur hennar var rakastig lofts. Úti í mælahúsi var svokallaður votur mælir, um endakúlu hans var vafin grisja og þráður settur þar um, er svo lá niður í dós fulla af vatni. Mismun- ur á hitastigi þessa vota rnælis og hins þurra, er var við hlið hans, sagði til um rakastigið. En þegar vatnið fraus í dósinni, varð að klippa þráðinn frá og bera svo vatn á grisjukúluna sem næst milli þeirra stunda er lesið var af mæl- unum. Skrá þurfti í veðurbækur hita- stig mæla ásamt öðrum þáttum veður- fars og sjólag. Einnig hreinritaði ég allar veðurbækur eftir hver mánaða- mót. Snjólag varð að mæla og ef haf- ís var sjáanlegur, þá að senda veður- stofu í skeyti sern gleggst yfírlit um staðsetningu hans. Það gat þýtt ferðir uppá fjall. Allan sólarhringinn var opin neyðarbylgja á talstöð og reynt að hlusta eftir hvað þar fór fram. Talstöðvarsamband var við Siglu- fjörð. Oft heyrðist ekkert í þeim vegna veðurtruflana. Stundum gat ég komið veðurskeytum til skipa er sigldu framhjá og frá þeim komst það svo til Reykjavíkur. Eitt sinn heyrðist ekki í neinni stöð nema á Hornafirði, þótt ótrúlegt sé. Þaðan komst skeyti svo til veðurstofu." Kjarabarátta „Þegar ég kom að vitanum voru laun vitavarða byggð á hlunninda- kerfi, er var arfur frá bændasamfélag- inu. Þú fékkst frítt húsnæði, máttir hafa skepnur og túnblett til öflunar heys. Þú máttir róa til fiskjar, ef það var mögulegt, og þú fékkst fría flutn- inga, ef eitthvað var að flytja. A sein- ni árum smáþóknun fyrir viðhalds- vinnu, ef hennar var þörf. Eitthvað var farið að örla á smá peninga- greiðslu, er var áætluð vegna skóla- göngu barna. Aðstoðarmanneskja var ekki til í dæminu. Orlof var ekki til. Ég hafði því ekki verið lengi á Horni þegar ég fór af stað með að koma því í framkvæmd að vitaverðir stofnuðu félag. Ég mun fyrsti vita- vörðurinn, er hóf launabaráttu fyrir þá, er sáu um meira en ljósvitann ein- an. Árið 1966 samdi ég greinargerð um störf þeirra, vinnutíma og væntan- legar launakröfur. Sendi ég hana til vitavarða, BSRB, ráðuneytisstjóra samgöngumála og svo vitamálastjóra. Enginn óskaði eftir viðtali. Sendi ég aðra endurbætta; fékk þá aðeins svör frá þremur vitavörðum. Sumarið 1966 skellti ég mér suður. Vitamálastjóri gaf engan kost á viðræðum og skipaði mér að koma mér norður. Ekkert já- kvætt frá BSRB. Vitaskipið Árvakur lá við bryggju ferðbúið norður. Ég átti því lítinn kost annan en koma mér um borð. Sem betur fór varð veðurspáin það ljót að Guðni skipstjóri taldi ekki fært að leggja í hann. Fyrr urn daginn hafði ég hitt Indriða G. Þorsteinsson rit- stjóra Tímans og skýrt honum frá í hverju ég stæði og hversu brösulegt þetta væri. Urn kvöldið kom hann um borð í Árvakur og bað mig að koma til viðtals daginn eftir. í kjölfar þessa viðtals fóru málin heldur betur á hreyfingu og er ekki að orðlengja það að fyrr en varði gerðist það á einum klukkutíma að launin á Horni hækkuðu úr 60 þúsund krónum á ári í 660 þúsund! En við þetta var ekkert óeðlilegt. Við áttum sam- kvæmt lögum Starfsmannafélags rík-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.