Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Side 133

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Side 133
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 133 Vitaskipið Árvakur á leiðinni. og fyrir mig komið; fullur áhuga og trú á möguleika fyrir hug og hönd. Mitt motto hefur ávallt verið að vandamál séu til þess að leysa þau, þótt ég viti að megi orða það betur. Spurningin er ávallt um aðferð. Gagn- vart einangrun er þetta spurning um persónugerð og að enginn staður sé það snauður, að ekki rísi í fang manns einhver forvitnileg viðfangsefni, stundargildi eða viðvarandi fyrirbæri, fögnuður yfir nýju og óþekktu. Mun- um það ávallt að lífið sjálft, nýjar og breyttar aðstæður, er þrotlaust ævin- týri, misþægilegt að vísu. Sjálfur bý ég yfir það mikilli aðlögunarhæfni, að breyti ég um íverustað, þá er ég allur þar og sá fyrri horfinn úr vitund minni. Það hafa aldrei íyigt mér starfs- eða staðardraugar. Auðvitað býr maður yfir geymd þess sem gerst hefur og rifjast oft upp við samræður, en enginn á möguleika á sannraun- hæfri upplifun eða endurtekningu; að- eins myndgerða fortíð. Þegar ég kvaðst ætla á Hornbjarg, leit fólk á mig eins og dæmdan mann. Það hváði og hváði. Ætlaði ég virki- lega að fara á þennan útkjálka? Bæla mig niður fjarri öllu mannlífi? Það hristi höfuðið og krossaði sig í bak og fyrir. Það var tilviljun að maður hitti manneskju, er eitthvað vissi um ljós- vita eða hvar þeir væru staðsettir, þrátt fyrir að annar höfuðatvinnuveg- ur þjóðarinnar væri fiskveiðar; hug- leiddi heldur ekki að stór hluti hennar hafði um aldir búið við einangrun, og merkilegt nokk, án þess að hafa verið settir á Klepp. Agætt dæmi slíkra viðhorfa voru umsagnir skipverja á skipi því er upp- haflega flutti mig á Horn. Þær voru að einangrunin mundi drepa mig. Á bakkanum ofan lendingarstaðar var vélahús með spili og frá því vír er lá út í háan gálga og þaðan uppí langa bómu, er slegið var útyfir sliskju, er allur varningur var dreginn eftir upp úr fjöru. Eg sagði körlunum að þann fjanda mundi ég fjarlægja, því hann var far- inn að fúna eftir þrjátíu ár og því hættulegur. Eitt mitt fyrsta verk var að fjarlægja gálgann, lengja sliskjuna uppá bakkabrún, smíða sterkan járn- sleginn sleða á hjólum og á hann út- víðan kassa undir varning, gróf svo út plan, þar sem gálginn hafði verið og klæddi það timbri. Þegar skip kom næstu ferð, sögðu skipverjar mér að á leið suður hefðu þeir rætt talsvert um þennan nýja vita- vörð, og að það fífl mundu þeir verða að flytja burt eftir næsta hálfan mán- uð. En heldur lengdist í þeim tíma, því ég var þar aðeins í luttugu og fimm ár eða frá 1960 til 1986. Vitinn var byggður 1930 og frá þeim tíma til 1960 eða í þrjátíu ár höfðu verið fjórt- án vitaverðir eða rúm tvö ár hver.“ Gestagangur „Meðan ég var á Hornbjargsvita gerðist margt frásagnarvert sem engin tök eru á að rita hér; verð þó að geta þess er ánægjulegast var. Eitt kvöld í byrjun ágústmánaðar var lamið á útidyrnar. Þar voru þá komin kona og karlmaður, barna- skólakennarar frá Edinborg í Skotlandi, er höfðu tekið uppá því að ferðast um Hornstrandir með fjórtán
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.