Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 135

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 135
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 135 Andrés Andrésson, nú lögfrœðingur, nýkominn afsjó meðfisk sem hannfékk á handfœri. ekki. Ég held hann hafi aldrei skilið svarið. Ég get ekki skilið við þennan pistil án þess að minnast á hlutdeild konu minnar Soffíu Sigurjónsdóttur í þeim störfum sem unnin voru þarna. Hún var þarna til ársins 1970. Þá var ég nýbúinn að kaupa íbúð í Reykjavík og því bæði ákveðin í því að segja upp stöðu vitavarða og flytja suður. Þrátt fyrir að við værum gift hjón til 1987, þá æxlaðist dæmið þannig að ég sat sem vitavörður til ársloka 1985. En þessi kona var einstök að nær allri gerð. Allt sem hún gerði var til fyrir- myndar. Hún sá um heimilið, sá um nær allan viðurgerning við gesti, tók veður jafnt og ég og án hennar hefði ég ekki unnið nema brot af þeim verk- efnum sem ég annars innti af hönd- um. Henni var prúðmennskan í blóð borin, viðræðugóð, skipti varla skapi og hugulsöm gagnvart hverju því er með þurfti. Hún var ekta dama, gull af manneskju. Þar gat ég ekki á betra kosið.“ Bækur „Bækur hafa verið mitt lífshungur, ef ég get orðað það svo. Tólf ára gam- all flæktist ég á uppboð á reytum gamallar konu í Stykkishólmi. Upp- boðshaldarinn var hreppstjórinn Magnús Friðriksson frá Staðarfelli. Það þekktist ekki að drengir væru hlutgengir þar. Þarna voru tveir kass- ar fullir af bókum, m.a. Lestrarbók Þórarins Böðvarssonar, frumútgáfa af ljóðum Jónasar Hallgrímssonar og fleira gott, allt mjög vel farið. Þegar kassarnir voru boðnir upp, hrópaði ég í stráksskap mínum: Tvær krónur! Karlar þarna sögðu mér að halda kjafti og skömmuðu mig eins og hund. Magnús, er verið hafði vinur afa míns, Jóhanns í Öxney, greip fram í og sagði: Lofið Jóhanni litla að bjóða í. Hann borgar. Og ég fékk kassana. Fyrir bláfátækan dreng eins og mig er aldrei sá pening, voru tvær krónur auðævi. Og hversu stoltur var ég ekki þegar ég færði Magnúsi þetta á tilsettum tíma. Þá klappaði karlinn mér á kollinn. Þegar ég fór af vitanum átti ég orð- ið sextán þúsund bindi af úrvals bók- um, og hef ætíð síðan keypt bækur fyrir hvern eyri er ég átti umfram nauðþurftir. Og þótt ég hafi sjaldan meðtekið innihald bóka nema til að vera rétt viðræðuhæfur urn efni þeir- ra, þá eru mér ávallt minnisstæð orð Stefáns Zweigs, að gott (eða vandað) bókasafn væri betra en nokkur há- skóli. Ef nokkur leið er til þess þá sofna ég aldrei nema út frá bók. Þá vil ég minnast þess, sem ég er stoltastur af í öllurn mínum bókakaupum og tíu ára bóksölu í Lækjargötu, sem var að á einni viku eignaðist ég allar Biblíur er prentaðar hafa verið á íslensku, Guðbrand, Þorlák og Steinsbiblíu og áfram til dagsins í dag. Ég veit ekki til þess að nokkrum hafi tekist það á jafn skömmum tíma.“ Álagatrú storkað „Bátlaus var ekki hægt að búa þarna. En vegna sjógangs varð að draga hann upp á bakka þegar haust- aði. Það var oft streð fyrir einn rnann, en bátur var óhjákvæmilegur. Þetla er matarkista ef ntenn nenna að bjarga sér. Og ntiklir möguleikar á rekanum. Þarna er nógur fiskur, þetta tíu til tutt- ugu mínútna ferð frá landi, eftir að kominn er miður júlí. Fugl ótæmandi og egg úr Bjarginu. Timbur, kúlur og belgir með allri strandlengjunni. Að vísu mismunandi en ávallt töluvert. Til dæmis var óhemju timburreki árin 1965-1966 og þá náði ég í marga skipsfarma af úrvals timbri. Nær allt staurar, 9-12 metrar á lengd og allt að faðmur á breidd, jafnvel meira. Það gat oft verið basl að korna því í sjóinn, draga það heirn á bátnum og koma því svo upp á bakkann, ekki síst fyrir mann, sem gekk þó ekki heill til skóg- ar. Eins og síðar segir féll eitt sinn á mig húsveggur og þrern mánuðum eftir það slys fékk ég fyrst mátt í hægri fót, en fékk hann aldrei að fullu í þann vinstri. Það gat komið fyrir fyrstu árin á Hornbjargsvita, á göngu um víkurnar, að ég stakkst fyrirvara- laust á hausinn. Ég var líka hughreystur með því að álögur væru á staðnum og að eftir fimm ár kæmi eitthvað fyrir ábúand- ann. Auðvitað hefur margt kornið fyr- ir mig sem hægt væri að segja að væri afleiðing þessara álaga á staðnum. Eitt sinn í suddaveðri var ég að flækj-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.