Eimreiðin - 01.01.1925, Page 5
EIMREIÐIN
Eimreiðin þrítug.
Um áramótin síðustu voru liðin þrjátíu ár síðan tímaritið
Eimreiðin var stofnað, og skal því saga ritsins rakin í fáum
dráttum, í tiletni af þrítugs-
afmælinu. Að þessu sinni verð-
nr ekki völ á öðru en stuttu
ágripi. ítarlegt minningarrit
verður að bíða betri tíma. En
sagan er hér rakin eftir beztu
heimildum, og svo rétt og
áreiðanlega sem unt er. Hún
er merkileg á ýmsa lund, og
mun lesendum ýmislegt áður
ókunnugt, sem hér mun verða
að vikið.
Tildrög þess, að
Eimreiðin var Valtýr Quömundsson.
stofnuð, munu fyrst og fremst
hafa verið þau, að ýmsum yngri mentamönnum fanst þau
íslenzk tímarit, er þá komu út (Tímar. Bókm.fél. og Andvari),
helzt til of einhliða og lítt við alþýðu hæfi. Þeir töldu mikla
nauðsyn á að fá rit með meira víðsýni, sem ekki byndi sig
við ákveðinn flokk mála (aðallega stjórnmál og fornritarann-
sóknir), heldur gerði sem flestum málum jafnt undir höfði og
sérstaklega sinti meira nýrri bókmentum, reyndi að vekja og
glæða áhuga manna, með því að koma hugmyndunum inn í
fólkið í léttu, alþýðlegu formi, er væri þannig, að sem flestir
hændust til að lesa ritið. Sá sem mest og bezt mun hafa
Tildrögin.
1