Eimreiðin - 01.01.1925, Side 8
4
EIMREIÐIN ÞRÍTUG
EIMREIÐIN
tíma hafið göngu sína glæsilegar en Eimr. gerði með þessu
kvæði, eða með jafn göfugum einkunnarorðum eins og þessu
erindi:
Eg frúi því, sannleiki, aö sigurinn þinn
að síðustu vegina jafni;
og þér vinn eg, konungur, það sem eg vinn,
og því stíg eg hiklaus og vonglaður inn
í frelsandi framtíðar nafni.
Kvæðið sýndi stefnu Eimr., líkt og »ísland farsælda frón«
var stefnukvæði Fjölnis, sýndi, að það sem fyrir stofnendum
vakti, var hamsókn bæði í efnalegu og andlegu lífi þjóðar-
innar. Frummerkingin í orðinu rýmdi þannig smátt og smátt
fyrir annari víðtækari. Nafnið varð tákn baráttu og framfara.
Þetta kemur þegar ágætlega fram í þessum tveim erindum
úr inngangskvæðinu:
Og þó að eg komist ei hálfa leið heim,
og hvað sem á veginum bíður,
þá held eg nú samt á inn hrjóstruga geim
og heilsa með fögnuði vagninum þeim,
sem eitthvað í áttina líður.
Og þó að þú hlæir þeim heimskingjum að,
sem hér muni í ógöngum lenda,
þá skaltu ekki að eilífu efast um það,
að aftur mun þar verða haldið af stað,
unz brautin er brotin til enda.
Nafn ritsins fékk þegar snemma óeiginlega merkingu í hug-
um almennings. I sumar sem leið var Eimr. getið einkar lof-
samlega í einu af merkustu tímaritum Englendinga, og var
heiti hennar þar þýtt með enska orðinu Progress (framför,
framsókn), sem er að andanum til hárrétt þýðing og nær
alveg í þá merkingu, sem í heitinu á að felast.
Að sjálfsögðu hefur það verið ýmsum vand-
kvæðum bundið fyrir þrjátíu árum að stofna
tímarit úti í Kaupmannahöfn, fá það prentað á íslenzku máli
og að afla því lesenda heima á Islandi. Að vísu var það
ekkert einsdæmi, að í slík fyrirtæki væri ráðist af íslending-
Stofnendur.