Eimreiðin - 01.01.1925, Side 15
eimreidin
EIMREIÐIN ÞRÍTUQ
11
son, gerði sér alt far um að gera Eimr. svo úr garði sem
framast voru tök á, og vann kappsamlega að útbreiðslu
hennar, enda bættust henni fljótt kaupendur hér heima. Mun
kaupendatalan hafa komist hæzt árið 1920. Ritstjórinn, Magn-
ús Jónsson, lagði og alla alúð við ritstjórnina, eins og sjá
má af Eimr., meðan hún var undir ritstjórn hans. Af merkum
ritgerðum, sem birtust í Eimr. á þessu tímabili, má t. d.
benda á þessar: Nýja sambandslagafrumvarpið eftir Lárus H.
Bjarnason, Radium eftir Gunnlaug Claessen, Bolsjevismi eftir
Snæbjörn jónsson, Forfeður mannkynsins og frumbyggjar
Evrópu eftir Guðmund G.
Bárðarson, Um málaralist nú-
tímans eftir dr. Alexander ]ó-
hannesson, Grímur Thomsen
eftir dr. Sigurð Nordal, og
síðast en ekki sízt Hvernig
getum vér bygt landið upp á
25 árum? eftir Guðmund
Hannesson. Var haldið líku
sniði á ritinu eins og áður var,
meðan það kom út í Kaup-
mannahöfn, mest áherzlan lögð
á að hafa það fræðandi og
skemtandi, án þess að gera það
að málgagni ákveðinna sérmála.
Þriðja tímabilið í sögu Eimreiðarinnar hefst,
eins og áður er sagt, sumarið 1923. Nýi rit-
stjórinn lýsti í fám línum því, sem fyrir honum
vekti með útgáfunni (sjá Eimr. XXIX, 384), en hefur að öðru
leyti enn sem komið er ekki samið neina sundurliðaða stefnu-
skrá. Að vísu er það tízka í blaðaheiminum, en stefnuskrár
koma því aðeins að haldi, að þeim sé fylgt. Sú verður þó
sjaldnast raunin. Stefnuskrá Eimreiðarinnar mun koma í ljós
smámsaman eftir því sem stundir líða. Hér var aðeins ætlunin
að rekja stuttlega sögu hennar. Það hefur þegar verið gert
fram að síðustu tímamótunum í ferli ritsins. Um það, sem
síðan hefur á dagana drifið, skal ekki orðlengja, enda er sá
Þriðja
tímabil.