Eimreiðin - 01.01.1925, Qupperneq 24
20
KVNGÆÐI OG KYNSPILLING
EIMREIÐIN
Þrek og þrautseigja bændastéttarinnar, til sjávar og sveita,
hefur verið landstólpi, frá því að land bygðist.
Fólkið, sem nú er í bæjum og þorpum þessa lands, er
komið úr sveitunum. Hefði bændastéttin verið blökkumenn,
hefðu bæjarmenn ekki hvítari reynst.
En hafa ekki altof margir af gáfuðustu bændasonum og
dætrum þessa lands snúið baki við föðurleifð og lagt stund
á annað?
Vissulega getur gáfum og framtaki stéttarinnar ekki orðið
það til lítils hnekkis, ef gáfuðustu og bezt gefnu afkomend-
urnir hverfa úr heimahögum á unga aldri og koma þangað
aldrei meir eða þeirra afkomendur, því það er næsta ólíklegt,
þótt það geti átt sér stað í einstöku tilfellum, að þjóðinni og
framtíðinni sé meira lið að því, en að þeir tækju við verkum
foreldranna í heimahögum, og bættu upp á þau.
Þjóðinni þarf að skiljast, hvílíkur búhnykkur henni getur
orðið að því að tryggja góðar ættir í sveitunum. Þjóðjarðir
ættu að vera bygðar á erfðafestu þannig, að ættir en ekki
einstaklingar hefðu ábúð á þeim.
Þær ættir, sem dugandi reyndust, með gnægri barnakomu
til viðhalds sér, minst fjórum börnum á hver hjón, ættu að
hafa forgangsrétt að þjóðjörðunum gegn sanngjörnu eftirgjaldi.
Bæjamenningin virðist, þegar til lengdar lætur, murta lífið
úr beztu og gáfuðustu ættunum, sem í bæjum hafast við, og
því þurfa sveitirnar að vera ættgóðar, ef fyít eiga að geta í
það skarð.
Hver er sú hin mikla óáran, sem hangir eins og beittur
brandur yfir höfði norræna kynsins, og annara beztu kynja?
Sú, að slæmu ættirnar tímgast miklu örar en þær góðu og
gáfuðu, og útrýma þeim því eftir nokkrar kynslóðir. Liggja að
þessu margar orsakir, sem eigi eru tök á að greina hér.
Svöðusár hlaut norræna kynið af styrjöidinni miklu, því
bræður börðust þar, og urðu hvorir öðrum að bana, eins og
venjulega í styrjöldum gamla heimsins. Merkum vísindamanni
þýzkum, er leggur stund á ættvísi, telst svo til, að styrjöldin
mikla hafi ekki leikið norræna kynið öllu grárra en Vestur-
landamenningin hefur gert og gerir á nokkrum áratugum,
verði eigi reist rönd við. Margar gáfuðustu og beztu ættir