Eimreiðin - 01.01.1925, Page 25
EIMREIÐIN
KVNGÆÐI OG KVNSPILLING
21
borganna blöktu eins og á skari þegar fyrir styrjöldina, og
eigi hefur batnað síðan til muna.
Sést af þessu í hve litlum metum sú menning er hjá hon-
um — og fleirum. Vonandi sér hún að sér, og forðar sér og
kyninu úr ógöngunum, því enn er tími til stefnu.
Sú er vonin, að forgöngumönnum og leiðtogum þessarar
fámennu þjóðar skiljist í tíma sú hætta, sem henni getur
stafað af allri kynspilling, svo hægt verði að afstýra henni í
tæka tíð.
Þá er afspring norræna kynsins hér á landi vel borgið á
ókomnum tímum.
01. 0. Lárusson.
Grímur Thomsen skáld.
Aldarminning.
Sýn mér gefst, eg sé í anda
silfurhærðan öldung standa
hafið við á heiðum morgni,
horfa móti lofti blá.
Asýnd skorin skírum rúnum,
skína leiftur undan brúnum;
hetjusvipur horfnra daga
hjúpar göfga skörungs brá.
Hver er sá? Mér sýnist brenni
sólarlog um tígið enni,
hvítir lokkar blika í blænum,
bjartir eins og vetrar-hrím.
Svarar mér frá sínum heimi
sögugyðja djúpum hreimi:
»Hvort er sem þú kennir eigi
kraftaskáldið snjalla — Grím?