Eimreiðin - 01.01.1925, Page 26
22
GRÍMUR THOMSEN SKÁLD
EIMREIDIN
Manstu eigi öflug tökin,
arnarsúginn, myrku rökin;
hátt var flogið himin-vegu,
horft var djúpt í vizku-ál.
Hallir konga hrynja og gleymast,
hjartatónar skáldsins geymast.
Hljómar enn að aldarlokum
orkuþrungið gígjumál.
Perlur hafa fáir fundið
fegri og í stuðla bundið;
greypt í Braga-gullið skæra
glitrar haf og stjörnubál.
Sótti ’ann styrk í sögur fornar;
sýndi hetjur endurbornar;
enginn hefur átt í ljóðum
íslenzkari hjarta og sál.
Enginn meira unnað getur
ættarjörð né skilið betur
huliðsbönd, er hnýta saman
hjarta manns og feðra-sveit.
Vissi hann, ef visna rætur
verður skamt til dauðanætur;
höfði drúpa hnípin blómin,
hrifin brott úr sínum reit.
Islenzk þjóð þar orkulindir
áttu í söngvum, dýrar myndir,
ljóð, sem geta vermt og vakið
vonasnauða og dauða sál.
Geymdu ljóðin gulli betri,
gnægtarík á sumri og vetri.
Seldu ei við sviknu gjaldi
sannleiksþrungið skáldsins mál«.
Sýnin hverfur. Saga eigi
segir fleira; rís með degi