Eimreiðin - 01.01.1925, Page 27
EIMREIDIN
GRÍMUR THOMSEN SKÁLD
23
sól í austri; sundin blika;
sumarblómstur döggum gljá.
Finn eg yl um æðar streyma,
óma heyri gígjuhreima;
lít eg sveipast sólarbjarma
silfurhærða skáldsins brá.
Richard Beck.
Sonnetta.
Tjörnin er frosin, héluþakin heiði,
heyrist í fjarska Ijúfur svanakliður,
þytur í blænum, eins og áar niður,
aleinn eg sit hjá smáu moldarleiði.
Lof sé þér, drottinn, nú er fenginn friður,
frjáls milli blóma — sólin skín í heiði —
unir sér litli drengurinn sem deyði,
drottinn minn sendu huggun þeim sem biður.
Það er sem engill glæstan gullvæng breiði
gröfina þína, elsku litli vinur,
hvílir þú rótt með bros um bleikan munn.
Gata mín er að þessu lága leiði,
líður að eyrum þúsund sorga dynur,
þó er sem gleðin grípi hjartans grunn.
Holt.